„Flugmaður í her Drottins,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.
Flugmaður í her Drottins
Lamar F. frá East Midlands í Englandi er með háleit markmið sem halda honum hátt á flugi, jafnvel þegar erfiðleikar steðja að.
„Mig hefur langað til að fljúga flugvélum svo lengi sem ég man eftir mér,“ segir hinn 17 ára Lamar F. Þegar gamall vinur, frá þeim tíma sem hann keppti í hjólastólakeppnum, sagði honum frá bresku góðgerðarfélagi sem hjálpar fólki með fötlun að læra að fljúga, var Lamar æstur að prófa.
Háfleygir draumar
Hann skráði sig í tvö námskeið hjá góðgerðarfélaginu. Annað þeirra, Junior Aspiring Pilots Program (JAPP) [Væntingafullir ungir flugmenn], var stofnað sérstaklega fyrir ungmenni á aldrinum 12 til 18 ára. Þetta námskeið og aðrir einkatímar, hvetja hann áfram eitt skref í einu, nær hinu mikla markmiði hans – að fá einkaflugmannsprófið.
Hann fær hvatninguna að hluta til frá fjölskyldu sinni. Fósturfaðir Lamar var sá fyrsti sem kom flugáhuganum inn hjá honum og fór með hann á flugsýningar á hverju ári. Seinna, eftir að hann var ættleiddur af annarri fjölskyldu, fjögurra ára gamall, hélt áhugi Lamars á flugi áfram að blómstra er hann horfði á ættleidda föður sinn vinna að flugmannsprófi sínu. „Hann er innblástur minn að því að vilja vera flugmaður,“ segir Lamar. Nú getur pabbi Lamars setið með honum í eins hreyfla, fimm sæta flugvélunum sem Lamar er að læra að fljúga.
Í fyrsta flugi sínu í raunverulegri flugvél, var Lamar hræddur um að muna ekki allt. „Ég sagð stutta, hljóða bæn áður en ég fór upp og mér gekk vel,“ segir hann. Nú, þegar hann á erfitt með að muna eitthvað í loftinu, þá hjálpa þessar stuttu, hljóðu bænir honum að gera það sem hann þarf að gera. Jafnvel þegar pabbi hans er ekki í aftursætinu, þá veit Lamar að hann hefur alltaf himneskan föður með sér.
Her Drottins
Flug er ekki það eina sem heldur anda Lamars á lofti. „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af breska hernum, allt frá konunglegum krýningum að jarðarförum,“ segir hann.
„Vegna fötlunar minnar get ég ekki gengið í herinn sjálfur,“ segir Lamar. Hins vegar hefur einn af fyrrum leiðtogum hans í Piltafélaginu, sem var hermaður, hvatt Lamar áfram. „Hann hefur alltaf minnt mig á að ég þarf ekki að vera í veraldlegum her, því ég er þegar í her Drottins,“ segir Lamar. „Það að vera í her Drottins, fær mig til að hugsa að sama hvað verður á vegi mínum í lífinu, sama hvað einhver gerir við mig, þá hef ég Jesú Krist við hlið mér.“
Í menntaskólanum sem Lamar stundar nám í, sem er fyrir nemendur með sérþarfir, reynir Lamar að hjálpa öðrum á hans aldri að ganga í her Drottins, er hann miðlar þeim fagnaðerindinu. „Oft er ég hunsaður,“ segir hann, „en stundum sýna þeir áhuga. Vegna þeirra sérþarfa sem ég glími við þessa stundina, þá er það ekki möguleiki fyrir mig að þjóna sem fastatrúboði. En ég sé það þannig: Ég þarf ekki nafnspjald til að vera trúboði.“
Þar sem ekki er mikið af ungmennum í deild hans þá eru flestir vinir Lamars ekki meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Það er ekki alltaf auðvelt í skólanum, sérstaklega þegar það er „ferlega mikið“ af freistingum, eins og Lamar orðar það. „Margir nemendur tala um óviðeigandi hluti og hlusta á óviðeigandi tónlist. Þegar það gerist, þá yfirgef ég eiginlega staðinn og fer í stofu þar sem þetta er ekki í gangi.“
Vera sterkur
Þegar freistingar koma eða aðrir eru ekki áhugasamir um að hlusta á fagnaðarerindið, þá heldur Lamar mikið upp á uppáhalds ritningargreinina sína: „En ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni.“ (Jósúabók 24:15).
„Þessi ritningargrein hefur hjálpað mér að vera sterkur í trú á Jesú Krist,“ segir hann. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir Lamar í hans eigin fjölskyldu. Þegar Lamar var 10 ára, hætti faðir hans að mæta í kirkju. „Ég var yngri þá, svo ég skildi það ekki fyllilega,“ segir hann. „Ég reyndi að sannfæra hann um að koma aftur. Ég hef hins vegar lært að það snýst ekki um það. Þú gefur þeim tíma.“
Lamar er enn í nánu sambandi við föður sinn og sýnir honum kærleika á hversdagslegan hátt, eins og að segja honum hvað gerðist í kirkju eða að verja tíma með honum. „Hann hefur alltaf kennt mér að sama hvað þú gengur í gegnum, þá verðurðu alltaf að vera sterkur.“ Hann segir við hvaða ungmenni sem er, þar sem fjölskyldumeðlimir eru ekki virkir í kirkjunni: „Verið sterk: Haldið í trú ykkar. Sama hvað, ekki gefast upp.“
Leita Krists þegar erfiðleikar herja á
Lamar hefur einnig fundið hugrekki í Kristi á fleiri persónulega vegu. „Ég tekst stundum á við mjög mikinn kvíða,“ segir Lamar. „Ég býst við því að Jesú Kristur sé aðalpersónan til að veita mér hugrekki til að halda áfram. Hann gekk í gegnum svo mikið, samt hélt hann áfram með verkefni sitt.“
Þegar Lamar á sérstaklega erfiðan dag, ímyndar hann sér oft að frelsarinn hvetji hann áfram og segi: „Þú getur þetta. Þú kemst í gegnum hvað sem er.“
Hann fær einnig mikinn styrk frá mömmu sinni og pabba og öðrum sem eru honum nánir. „Það var sá tími að ég leiddist aðeins niður ranga leið,“ segir Lamar. Þökk sé góðu stuðningskerfi náði hann að breyta stefnu sinni og styrkja vitnisburð sinn á Krist.
„Ég er enn að þroska vitnisburð minn,“ segir hann, „en það er yndislegt að vera hluti af her Drottins og í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Það er eitthvað sem ég ann.“
Vegferð hans kann að vera upp og niður en Lamar veit hvað hjálpar honum að fljúga skýjum ofar. „Sama hvaða vandamál eða erfiðleika sem þið takist á við, þá mun himneskur faðir vera við hlið ykkar, því honum þykir vænt um ykkur og elskar ykkur.“