„Hver annar en Joseph Smith sá gulltöflurnar?,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024
Kjarni málsins
Hver annar en Joseph Smith sá gulltöflurnar?
Þessir 12 einstaklingar sáu gulltöflurnar auk Josephs Smith:
Vitnin þrjú: Oliver Cowdery, David Whitmer og Martin Harris. Engillinn Moróní sýndi þeim töflurnar, bar þeim vitni og bauð þessum þremur mönnum að bera vitni um þær.1
Vitnin átta: Christian Whitmer, Jacob Whitmer, Peter Whitmer yngri, John Whitmer, Hiram Page, Joseph Smith eldri, Hyrum Smith og Samuel H. Smith. Joseph Smith sýndi þeim töflurnar og leyfði þeim að halda á þeim.2
Mary Whitmer: Engillinn Moróní sýndi henni töflurnar og huggaði hana vegna þeirrar ábyrgðar sem hún þurfti að bera við að annast átta börn og þrjá húsgesti á meðan Mormónsbók var þýdd á heimili hennar.3
Josiah Stowell sá í hornið á töflunum. Að minnsta kosti átta aðrir lyftu töflunum meðan þau voru í hirslu eða innvafin: Lucy Mack Smith, Emma Smith, William Smith og Katharine Smith.4
Enginn þessara 17 einstaklinga hefur nokkru sinni neitað því sem þeir sáu eða upplifðu.