Til styrktar ungmennum
Hver annar en Joseph Smith sá gulltöflurnar?
Janúar 2024


„Hver annar en Joseph Smith sá gulltöflurnar?,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024

Kjarni málsins

Hver annar en Joseph Smith sá gulltöflurnar?

Mary Whitmer sér gulltöflurnar

Myndskreyting: Steve Nethercott

Þessir 12 einstaklingar sáu gulltöflurnar auk Josephs Smith:

Vitnin þrjú: Oliver Cowdery, David Whitmer og Martin Harris. Engillinn Moróní sýndi þeim töflurnar, bar þeim vitni og bauð þessum þremur mönnum að bera vitni um þær.1

Vitnin átta: Christian Whitmer, Jacob Whitmer, Peter Whitmer yngri, John Whitmer, Hiram Page, Joseph Smith eldri, Hyrum Smith og Samuel H. Smith. Joseph Smith sýndi þeim töflurnar og leyfði þeim að halda á þeim.2

Mary Whitmer: Engillinn Moróní sýndi henni töflurnar og huggaði hana vegna þeirrar ábyrgðar sem hún þurfti að bera við að annast átta börn og þrjá húsgesti á meðan Mormónsbók var þýdd á heimili hennar.3

Josiah Stowell sá í hornið á töflunum. Að minnsta kosti átta aðrir lyftu töflunum meðan þau voru í hirslu eða innvafin: Lucy Mack Smith, Emma Smith, William Smith og Katharine Smith.4

Enginn þessara 17 einstaklinga hefur nokkru sinni neitað því sem þeir sáu eða upplifðu.