„Stýra hinu nýja,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.
Kom, fylg mér
Stýra hinu nýja
Hér er skemmtileg sýnikennsla sem þið getið kennt fjölskyldu ykkar eða námsbekk í Kom, fylg mér námi þessa mánaðar.
Þegar þið reynið eitthvað nýtt, þá líður ykkur kannski eins og Nefí að leita látúnstaflanna, „[vitandi] ekki fyrirfram, hvað gjöra skyldi“ (1. Nefí 4:6). Munið samt, þið eruð aldrei ein, sérstaklega þegar þið eruð að gera eitthvað sem Guð hefur boðið.
1. Ekki vitað fyrir fram
Afhendið hverri persónu eitt blað. Segið þeim samt ekki fyrir hvað það er. Talið þess í stað um hvernig við fáum oft opinberun frá Guði, eitt skref í einu, eins og Nefí að ná í látúnstöflurnar (sjá 1. Nefí 3–4) eða að byggja skip (sjá 1. Nefí 17–18).
2. Orð á orð ofan
Nú kemur að hinu skemmtilega! Lesið þessar leiðbeiningar upphátt, eitt atriði í einu til að hjálpa hóp ykkar að brjóta saman þeirra eigin leyni-meistaraverk. (Það er erfitt án myndar! Ef þau þurfa aukalega hjálp, leyfðu þeim þá að kíkja, eitt skref í einu.)
3. Opinberun: Leidd af andanum
Fjölskylda ykkar eða bekkur ættu núna að vera komin með ferskan, nýjan flota af pappírsbátum! Takið nokkrar mínútur til að ræða um það þegar þið hafið öll þurft leiðsögn Guðs „orð á orð ofan“. Þið gætuð jafnvel skrifað eða teiknað eitthvað á báta ykkar til að minnast þeirra stunda.
Nú þegar lífið færir ykkur nýjar áskoranir, gleymið ekki að leita opinberunar frá Guði. Munið, hann mun ávallt greiða ykkur leið til að gera það sem hann hefur beðið um (sjá 1. Nefí 3:7).
Leiðbeiningar
-
Haldið uppi blaði með stutta endann upp. Brjótið blaðið í tvennt, frá eftri hluta að neðri hluta.
-
Brjótið það í tvennt aftur frá vinstri til hægri, opnið síðan brotið sem þið voruð að búa til.
-
Með brotnu brúnina efst, takið efri tvö hornin og brjótið þau niður að brotinu í miðjunni. Það ætti að líta út eins og þríhyrningur með rétthyrning að neðan.
-
Takið litla flipann á blaðinu neðst á þríhyrningnum og brjótið efra lagið upp á við. Snúið því við og endurtakið með flipann á hinni hliðinni.
-
Opnið síðan neðri hlutann svo að það líti út eins og hattur.
-
Haldið áfram að toga þetta í sundur þar til endarnir mætast og fletjið út í tígul.
-
Með opna hlutann undir, brjótið fyrsta lagið upp að efri hluta tígulsins. Snúið við og gerið það sama á hinni hliðinni. Þá ætti það að líta út eins og þríhyrningur.
-
Opnið neðri hlutann og fletjið út eins og þið gerðuð í 5. og 6. þrepi, í tígulmót.
-
Efri hluti tígulsins ætti að vera með tvo þríhyrnda flipa til vinstri og hægri. Dragið þessa tvo enda út og fletjið þá svo að þið séuð með öfuga trapisu. Ýtið síðan hliðunum út, til að það geti staðið sjálft.