Til styrktar ungmennum
Ýmsar leiðir til lærdóms
Janúar 2024


„Ýmsar leiðir til lærdóms,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.

Ýmsar leiðir til lærdóms

Langar ykkur að gera heiminn örlítið betri? Það hefst allt á því að læra hvernig það er hægt.

Ljósmynd
stúlka horfir í spegil

Myndskreyting: Dean Macadam

Hvað hefur hárskeranám að gera við að setja upp sviðsljós?

„Það er allt hluti af áætlun minni,“ segir Lisa, ung fullorðin kona, sem nú er á fyrsta ári sínu í háskóla.

Lisa fór í snyrtiskóla 16 ára gömul. Hún fann meira að segja nám sem gerði henni kleift að vera styttri daga í menntaskólanum svo að hún gæti farið í snyrtiskólann seinni partinn. Staðreyndin að hún sé nú í háskóla að læra leikhúsfræði þýðir ekki að förðunarnámið hafi ekki gengið upp heldur. Í raun, þá er allt að gerast eins og hún hafði vonast til.

„Mig langaði að kunna eitthvað sem gæti hjálpað mér að borga fyrir háskólanámið,“ segir Lisa. „Að auki gefur það mér tækifæri til að þjóna öðrum og spara mér fjölskylduklippingar það sem eftir er ævi minnar!“

Hvers vegna við lærum

„Himneskur faðir vill að synir hans og dætur séu alltaf að læra.“1 Hér eru bara nokkrar af mörgum ástæðum þess að lærdómur alla ævi er mikil blessun.

  • Þið getið betur hjálpað og kennt vinum ykkar, fjölskyldu og öðrum.

  • Þið getið betur þjónað í kirkjunni og samfélagi ykkar.

  • Þið hafið meiri markaðshæfa kunnáttu fyrir sjálfsbjargarviðleitni.

  • Þið munið geta tekið þekkinguna með ykkur eftir að þið deyið.

  • Þegar þið eruð virk í að þjálfa og efla heila ykkar, verður hann heilbrigðari.

Hvernig við lærum

Við lærum í ritningunum að við ættum að „[sækjast] eftir fræðslu með námi og einnig með trú“ (Kenning og sáttmálar 88:118; sjá einnig 130:18). Í dag eru fleiri tækifæri til lærdóms en nokkru sinni áður, eins og:

  • Formlegt skólanám, þar með talið menntaskólanám, háskólanám og iðnnám.

  • Leita þekkingar „í hinum bestu bókum“ (Kenning og sáttmálar 88:118). Þið gætið einnið bætt við „bestu rafrænu heimildum“.

  • Læra beint af vinum og fjölskyldumeðlimum.

    Hugmynd að viðburði! Setja upp viðburðinn „skiptinám“ í grein ykkar eða deild. Allir koma tilbúnir að kenna eitthvað sem þeir kunna að gera.

  • Bæn og ritningarnám.

  • Lifa trúfastlega að því að vera verðug stöðugra samvista við heilagan anda, „sem mun kenna yður allt“ (Jóhannes 14:26).

  • Tilraunir, skapandi hugsun og framkvæmd. Það frábæra við þekkingu er að meira lærist á hverjum degi. Þið getið bætt við þekkingarbirgðir heimsins.

Hvenær við lærum

Að lokum, hvort sem þið eruð að læra að klippa hár eins og Lisa eða læra að þróa næstu kynslóð af orkutækni, þá minnir Nelson forseti okkur á að það er alltaf besti tíminn til að gera slíkt:

„Já, við eigum að læra af fortíðinni, og já, við eigum að búa okkur undir framtíðina,“ kenndi hann. „Aðeins núna er það mögulegt. Núna er tíminn sem við getum lært. Núna er tíminn sem við getum blessað aðra.“2

Jæja þá. Hvað viljið þið læra í dag?

Heimildir

  1. Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvörðunartökum (2022)

  2. Russell M. Nelson, „Nú er tíminn,“ aðalráðstefna, apr. 2022.

Prenta