„Ég þarf leiðsögn við skipulag ungmennaviðburða. Getið þið veitt góðar hugmyndir?,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.
Spurningar og svör
„Ég þarf leiðsögn við skipulag ungmennaviðburða. Getið þið veitt góðar hugmyndir?“
Skiptist á og skipuleggið í sameiningu
„Við skiptumst á í hverri viku að skipuleggja viðburði. Þetta léttir álaginu frá því að vera bara ein persóna, og við fáum fjölbreyttar hugmyndir. Það er líka hjálplegt að hafa stund þar sem allir skipuleggja saman. Við höfum mjög gaman af því að spila leiki, hlægja saman og gera þjónustuverk.“
Adelynne S., 17 ára, Utah, Bandaríkjunum
Færa aðra til frelsarans
„Spyrjið meðlimi bekkjar ykkar eða sveitar hvað þau hafa gaman af að gera. Veljið viðburði sem munu færa ungmennin nær hvert öðru og frelsaranum og njótið svo bara þess að vera saman! Þjónustuverkefni hafa alltaf verið sum af mínum uppáhalds. Ég eignast alltaf nýja vini!
Katie G., 18, Washington, Bandaríkjunum
Reyna að hafa alla með
„Viðburðir þar sem allir geta tekið þátt geta hjálpað við að bjóða alla velkomna. Spyrjið hópa ykkar hvaða áhugamál eða aðra hluti þau hafa gaman af, það er mjög hjálplegt.“
Lilly D., 13 ára, Arisóna, Bandaríkjunum
Þrjár spurningar
„Bekkurinn minn skipuleggur oft viðburði sem byggja á þremur spurningum: Hvað þurfum við að bæta? Hvern þurfum við að styðja? Er núna tími fyrir viðburð sem tekur minni tíma og orku en aðrir viðburðir? Með þessa hluti í huga, biðjið, hugleiðið og ráðgist saman. Þið getið þetta!“
Isabella R., 14 ára, Oregon, Bandaríkjunum
Andlegur rammi
„Þið þurfið mörg kirkjutímarit svo að þið getið klippt úr andlegar myndir og boðskap sem veita ykkur innblástur. Setjið síðan úrklippurnar í ramma og raðið upp á frumlegan máta. Þið getið sett hann einhvers staðar til að horfa á.“
Florence M., 14 ára, Bresku Kólumbíu, Kanada