„Ísland: Tímatal,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)
„Ísland: Tímatal,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland
Ísland: Tímatal
-
1851 • Vestmannaeyjar, ÍslandÍslendingarnir Guðmundur Guðmundsson og Þórarinn Hafliðason, sem höfðu verið skírðir í Danmörku, voru fyrstu trúboðarnir sem kallaðir voru til að boða fagnaðarerindið á Íslandi.
-
Maí 1851 • VestmannaeyjarBenedikt Hansson og eiginkona hans, Ragnhildur Stefánsdóttir, urðu fyrstu trúskiptingarnir sem skírðust á Íslandi. Skírn þeirra vakti mikla andstöðu á staðnum.
-
19. júní 1853 • VestmannaeyjarFyrsta greinin á Íslandi var stofnuð, með Guðmundi Guðmundssyni sem forseta.
-
1854 • Reykjavík, ÍslandSamúel Bjarnason, eiginkona hans, Margrét Gísladóttir, og Helga Jónsdóttir, fóru frá Íslandi og fluttu til Spanish Fork, Utah. Á næstu 60 árum voru hið minnsta 379 fleiri sem gerðu slíkt hið sama.
-
1858–72 • ÍslandEngir trúboðar voru sendir til Íslands og flutningur íslenskra heilagra til Ameríku stöðvaðist í raun.
-
Júlí 1873 • VestmannaeyjarMagnús Bjarnason og Loftur Jónsson fóru aftur til Íslands sem trúboðar. Frá 1873 til 1914 sneru 19 íslenskir trúboðar, sem höfðu flutt til Utah, aftur til að boða fagnaðarerindið í heimalandi sínu.
-
29. maí 1874 • VestmannaeyjarNý grein með átta meðlimum var stofnuð. Einar Eiríksson þjónaði sem greinarforseti næstu sex árin.
-
1879 • Spanish Fork, UtahÞremur árum eftir trúboð sitt á Íslandi skrifaði Þórður Diðriksson, innfæddur Íslendingur, fyrsta íslenska trúarritið, svo vitað sé um, er hét Aðvörunar- og sannleiksraust, sem var enn í notkun 100 árum síðar.
-
1880 • VestmannaeyjarEinar Eiríksson greinarforseti og 19 aðrir frá Vestmannaeyjum fluttu til Utah. Með brottför þeirra var síðustu eftirstandandi greininni á Íslandi lokað.
-
1883 • Kaupmannahöfn, DanmörkuKonungsráðið í Kaupmannahöfn lýsti yfir að ólöglegt væri að hindra trúboðsstarfsemi Síðari daga heilagra á Íslandi.
-
1885–87 • ReykjavíkTæplega 50 Íslendingar, fleiri en nokkru sinni áður á fyrstu öld kirkjunnar á Íslandi, létu skírast. Næstum allir þessir trúskiptingar fluttu til Utah, sem var hluti af stærri fólksflutningum, vegna sögulega kalds veðurs.
-
1906 • ReykjavíkTrúboðinn Loftur Bjarnason greindi frá því að allir meðlimir Reykjavíkurgreinar væru dyggilega að „greiða tíund sína og sinna almennum skyldum sínum.“ Líknarfélagið, hið fyrsta á Íslandi, var stofnað í Reykjavíkurgrein.
-
1914 • ÍslandÞegar Fyrri heimsstyrjöldin hófst var trúboð aflagt á Íslandi.
-
1930 • Ísland Trúboðarnir James C. Ostegar og F. Lynn Michelsen, frá danska trúboðinu, boða fagnaðarerindið á Íslandi.
-
29. apríl 1945 • Keflavík, ÍslandNATO hermenn, með aðsetur í Keflavík, skipulögðu kirkjuhóp, undir handleiðslu Farrells A. Munns.
-
1947 • KeflavíkHerþjónustugrein var stofnuði í Keflavík.
-
1966–73 • ÍslandKeflavíkurgrein bað fyrir því að trúboðar yrðu sendir til Íslendinga og kirkjuleiðtogar tóku að kanna hvort fýsilegt væri að senda trúboða aftur til Íslands.
-
23. mars 1974 • KeflavíkÞorsteinn Jónsson varð fyrsti Íslendingurinn til að láta skírast eftir Síðari heimsstyrjöld.
-
18. apríl 1975 • ReykjavíkÍslandsumdæmið í trúboði Kaupmannahafnar, Danmörku, var opnað af Byron T. Geslison frá Spanish Fork, Utah. Bryon og eiginkona hans, Melva, þjónuðu, ásamt tvíburasonum sínum, David og Daniel, sem báðir höfðu nýlega þjónað í trúboði í Asíu.
-
25. júlí 1976 • Keflavík, ÍslandÞegar fleiri Íslendingar tóku að sækja kirkju, fóru trúboðar að halda sunnudagssamkomur á íslensku.
-
8. ágúst 1976 • ReykjavíkGrein var stofnuð í Reykjavík, með Gary M. Boekweg sem forseta.
-
8. maí 1977 • ReykjavíkMaría Rósinkarsdóttir var kölluð sem fyrsti forseti Líknarfélagsins á Íslandi.
-
18. september 1977 • ReykjavíkÍ Öskjuhlíð, mitt í Reykjavík, vígði öldungur Joseph B. Wirthlin, sem þá var meðlimur hinna Sjötíu, Ísland til boðunar fagnaðarerindisins. Í kirkjunni í Reykjavík voru þá 56 meðlimir.
-
20. maí 1979 • VestmannaeyjarGerhard Guðnason og Hlynur Óskarsson voru kallaðir sem fyrstu greinartrúboðar nýrri tíma og þjónuðu í þrjá mánuði í Vestmannaeyjum.
-
15. júlí 1979 • ReykjavíkReykjavíkurgrein var sett undir íslenska stjórn, með köllun Þorsteins Jónssonar sem fyrsta innfædda greinarforseta Íslands.
-
1980 • ReykjavíkÞórstína Ólafsdóttir og Jóhann Karlsson voru fyrstu meðlimirnir sem bjuggu á Íslandi sem voru kallaðir sem trúboðar. Þau þjónuðu bæði í Kanada.
-
1981 • Reykjavík Mormónsbók, sem þýdd var af Sveinbjörgu Guðmundsdóttur og Halldóri Hansen, var gefin út. Þýðingar Sveinbjargar á Kenningu og sáttmálum og Hinni dýrmætu perlu voru gefnar út ári síðar.
-
10. janúar 1982 • ReykjavíkHelen Hreiðarsdóttir útskrifaðist úr trúboðsskóla yngri deildar, árdegisnám, og var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka fjögurra ára trúarskólanámi yngri deildar.
-
Ágúst 1982, Lingfield, Englandi og Zollikofen, SvissPáll Ragnarsson og eiginkona hans, Klara, og sonur þeirra Ragnar, í fylgd Sveinbjargar Guðmundsdóttur, Þóru Reimarsdóttur og Ronalds Guðnasonar, ferðuðust til musteranna, bæði í London, Englandi, og í Bern, Sviss, sem var fyrsta musterisferð Íslendinga.
-
1. janúar 1983 • ReykjavíkPáll Ragnarsson, forseti Reykjavíkurgreinar, og Gunnar Óskarsson, ráðgjafi hans, fórust í fjallgönguslysi. Hörmulegt dauðsfall þeirra var hræðilegt áfall fyrir greinina.
-
17. september 1983 • ReykjavíkSamkomuhús í Reykjavík var vígt af öldungi David B. Haight. Í því voru gestamiðstöð, skírnarfontur og dreifingarmiðstöð í kjallaranum. Á annarri hæð voru þýðingar-, greinar- og umdæmisskrifstofur. Á þriðju hæð var kapella, kennslustofur og ættfræðibókasafn.
-
1. nóvember 1983 • ReykjavíkKirkjan var löglega viðurkennd á Íslandi. Öldungur Robert D. Hales, er þá var meðlimur hinna Sjötíu, var viðstaddur athöfnina, sem gerði hana opinbera. Skírnir og giftingar voru nú viðurkenndar og skráðar af íslenskum stjórnvöldum.
-
3. ágúst 1986 • ReykjavíkGuðmundur Sigurðsson varð fyrsti forseti Íslandsumdæmis.
-
1. nóvember 1987 • Akureyri, ÍslandÖnnur íslenska greinin var stofnuð, þar sem Gerhard Guðnason var studdur sem forseti.
-
Mars 1988 ReykjavíkSamkomulag náðist um að senda þáttinn Tónlist og talað orð á íslensku í útvarpi án endurgjalds.
-
14. ágúst 1988 • ReykjavíkHorft var á myndband af aðalráðstefnu kirkjunnar í fyrsta sinn með íslenskum texta.
-
15. október 1989 • ReykjavíkRussell M. Nelson forseti, sem þá þjónaði í Tólfpostulasveitinni, talaði á ráðstefnu Íslandsumdæmis og veitti postullega blessun um að Ísland yrði „ljós fyrir allan heiminn.“
-
Júní 1991, Salt Lake City, UtahSveinbjörg Guðmundsdóttir og Guðmundur Sigurðsson luku þýðingu musterisgjafarinnar á íslensku. Árið 1995 var hún fyrst tekin upp til notkunar í musterum.
-
Júní 1995, Lingfield, EnglandÞrjátíu og átta íslenskir meðlimir vörðu viku í musterinu í London, Englandi, sem var fjölmennasta musterisferð Íslands.
-
30. júní 2000 • VestmannaeyjarÍslenska félagið í Utah gaf minnisvarða til að heiðra Íslendingana sem fluttu til Ameríku á árunum 1854 til 1914. Minnisvarðinn var vígður í viðurvist kirkjunnar og embættismanna stjórnvalda.
-
4. júlí 2000 • Garðabær, ÍslandNýbyggt samkomuhús Síðari daga heilags var vígt af öldungi William Rolfe Kerr, einum hinna Sjötíu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur vígsluathöfnina.
-
11. september 2002 • ReykjavíkEftir að hafa heimsótt Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hitti Gordon B. Hinckley forseti kirkjumeðlimi og gesti.
-
2006 • ReykjavíkÍslandsumdæmi var aflagt vegna yfirvofandi lokunar herstöðvarinnar í Keflavík.
-
28. janúar 2007 • Garðabær, ÍslandSelfossgrein var skipulögð, með Bárði Gunnarssyni sem forseta.
-
18. nóvember 2010 • ÍslandÍslendingurinn Kristján Mathiesen var kallaður sem fyrsti ráðgjafi í trúboði Kaupmannahafnar, Danmörku.