Kirkjusaga
Innblásin, tímabær þýðing


„Innblásin, tímabær þýðing,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)

„Innblásin, tímabær þýðing,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland

Innblásin, tímabær þýðing

Þegar Sveinbjörg Guðmundsdóttir var beðin að þýða Mormónsbók á íslensku óttaðist hún í fyrstu umfang verkefnisins. Faglegur þýðandi var ráðinn í stað hennar, en á þremur árum hafði þýðandinn ekki komist lengra en í Mósíabók. Verkefnið gekk svo hægt fyrir sig að þýðingadeild kirkjunnar mælti til þess að aðeins valið efni úr bókinni yrði þýtt og gefið út.

Sveinbjörg hugðist taka við þessu hófsamara verkefni, en fékk á tilfinninguna að það væri „ekki það sem Drottinn vildi.“ Hún áttaði sig ekki á hughrifunum og baðst fyrir í þrjá daga áður en hún fékk svarið: „Ekki hafa áhyggjur, barnið mitt. Þýðingu Mormónsbókar mun ljúka á þessu ári, ef þú ert fús til að leggja hart að þér.“ Sveinbjörg var krjúpandi á skrifstofu sinni við afar hávaðasama götu í Reykjavík. „Þegar ég fékk svarið,“ sagði hún, „var þögnin svo algjör … bara þessi rödd.“ Hún stóð upp, vanmáttug og ringluð, en vissi samt hvað Drottinn vildi að hún gerði.

Til að ljúka þýðingarverkinu á árinu, þá sat Sveinbjörg lengur við á hverjum degi, vann á laugardögum og hafnaði því að taka sér sumarfrí. Hún var blessuð af dugnaði sínum; hún lauk þýðingu síðustu versanna 30. desember 1979. „Jafnvel þegar ég les hana í dag,“ minntist hún, „finnst mér … ég ekki hafa gert þetta. … Þetta kom beint frá andanum.“

Prenta