„Engin fórn of mikil,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)
„Engin fórn of mikil,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland
Engin fórn of mikil
Í Síðari heimsstyrjöldinni, þegar sjómaðurinn Þorsteinn Jónsson var að lesa gagnrýnar greinar um mormóna, kom til hans ónafngreindur einstaklingur sem bauð honum að lesa Mormónsbók í þess stað. Mörgum árum síðar hafði Þorsteinn samband við höfuðstöðvar kirkjunnar og tveimur íslenskum kirkjumeðlimum var falið að hafa samband við hann. Meðan hann beið eftir skírn í 15 ár, keypti hann og las „nánast allar bækur sem kirkjan hafði gefið út.“ Loks höfðu nokkrir öldungar í hergreininni, í tæplega 50 kílómetra fjarlægð, samband við hann og hann var skírður og vígður öldungur 1974.
Þorsteinn var eini fullvirki íslenski meðlimurinn á þeim tíma og gladdist innilega þegar trúboð hófst á aftur á Íslandi ári síðar, með komu trúboðanna Byrons og Melvu Geslison. Þorsteini fannst engin fórn of mikil til að liðsinna þeim. Þegar Geslison-hjónin gátu ekki fundið húsnæði, leyfði hann þeim að vera í íbúð sinni meðan hann bjó í fiskibátnum sínum. Hann sá þeim fyrir ábreiðum og matvælum. Hann þýddi Joseph Smith – Sögu á íslensku og varði miklum tíma við að kenna Geslison-hjónunum og tvíburasyni þeirra íslensku.
Þorsteinn vildi óðfús þjóna trúboðunum, svo þeim lærðist að minnast á eigin þarfir af gætni, því þeir vissu að hann var alltaf fús til að fórna svo hann gæti uppfyllt þær.