Kirkjusaga
Blessun fyrir þetta land


„Ísland: Blessun fyrir þetta land,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)

„Ísland: Blessun fyrir þetta land,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland

Blessun fyrir þetta land

Þegar Loftur Jónsson sneri aftur til Íslands með félaga sínum Magnúsi Bjarnasyni til að hefja þar trúboð aftur, bauð Einar Eiríksson gullsmiður, sem búsettur var í Vestmannaeyjum, þeim heim til sín til að sannfæra þá um að kenningar þeirra væru rangar. Einar skrifaði síðar: „Mér tókst það ekki, en mér til undrunar sannfærðu þeir mig um að trú mín væri ekki sönn. Eftir að hafa hitt trúboðana í tæpt ár var hann skírður árið 1874. Daginn sem Einar var staðfestur var hann vígður sem öldungur og gerður að forseta hinnar átta manna Vestmannaeyjagreinar.

Loftur og Magnús fóru frá Íslandi mánuðinum eftir. Einar benti á að greinin hefði „verið [skilin eftir] í veikburða ástandi, þar sem við höfðum ekkert af helgiritum kirkjunnar nema Biblíuna. Hins vegar … voru hinir heilögu samhuga og kraftur Guðs var staðfestur með lækningum og við áttum drauma og höfðum hugsjónir til að styrkja trú okkar.“

Það sem Einars lagði kirkjunni til í Vestmannaeyjum hafði víðtæk áhrif. Hann þjónaði ekki aðeins sem greinarforseti í sex ár, heldur einnig sem umdæmistrúboði og skírði að lokum 16 manns, jafnvel þótt lúterski presturinn á staðnum hefði „reynt allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að fólkið færi til kirkjunnar okkar.“ Þegar presturinn sagði að lögin skylduðu hann til að skíra ungabarn Einars og tvö önnur börn sem fæddust kirkjumeðlimum, stóð Einar gegn honum í sex klukkustundir áður en presturinn hafði sigur. Stuttu síðar hafði Einar árangur af því að krefja ríkisstjórnina um rétt til handa þeim sem ekki eru lúterskir til að hafna barnaskírn og ala börn sín upp í eigin trú.

Þótt Einar hafi flutt úr landi árið 1880 kom hann aftur fimm árum síðar sem trúboði. Á 14 mánuðum skírði og staðfesti hann 25 manns og hjálpaði 57 manns að flytja til Utah. 65 ára að aldri þjónaði hann aftur sem trúboði á Íslandi, en var leystur af fyrr en ella, þar sem trúboðinu var lokað árið 1914, vegna upphafs Fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Prenta