Kirkjusaga
Vöxtur í þjónustu


„Ísland: Vöxtur í þjónustu,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)

„Ísland: Vöxtur í þjónustu,“ Alþjóðlegar frásagnir

Vöxtur í þjónustu

Á gamlársdag 1983 létust tveir í greinarráði Reykjavíkurgreinar í fjallgönguslysi. Dauði þeirra – og fjarvera annarra prestdæmishafa í trúboði og brottflutningur þess greinarforseta sem á eftir kom – myndaði tómarúm í leiðtogastöðum greinarinnar. Guðmundur Sigurðsson, sem aðeins hafði verið meðlimur í ellefu mánuði, var kallaður til að fylla þetta tómarúm. Hinn átján ára gamli Ronald Guðnason varð ritari hans og síðar ráðgjafi hans í greinarforsætisráði, þótt Ronald hafi verið á síðasta ári í krefjandi menntaskólanámi.

Bæði Guðmundur og Ronald þurftu að takast á við óöryggi og reynsluleysi við að framfylgja köllunum sínum. „Mér fannst ég vera svo einangraður, því ég hafði enga kunnáttu fyrir kirkjuna á Íslandi – ég vissi ekki hvernig gera ætti hlutina og hvað væri í boði,“ sagði Guðmundur. „Stundum bauðst fólk til að hjálpa mér, en málið var að ég vissi ekki hvað ég ætti að biðja um! … Þegar ég þjónaði Drottni sneri ég mér til hans aftur og aftur. … Meira að segja þegar ég hjálpaði við að þrífa kirkjubygginguna, sem mín yndislega eiginkona, Valgerður Knútsdóttir, sá um á þessum tíma, kom andinn oft með hugsanir og svör við vandamálum mínum.“

Ronald rifjaði upp: „Ég tókst á við það sem kom og gerði það sem ég [þurfti] að gera. Í lok ársins, til dæmis, „vissi enginn um tíundaruppgjör. … Það [voru] bara pappírar alls staðar,“ svo Ronald læsti sig inni á skrifstofunni flokkaði þá allan daginn. Með því að takast á við áskoranir, þrátt fyrir reynsluleysið, voru þessir menn búnir undir frekari þjónustu. Þremur árum síðar varð Guðmundur fyrsti íslenski umdæmisforsetinn. Ronald þjónaði síðar sem forseti Selfossgreinar.

Prenta