„Bara kennari,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)
„Bara kennari,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland
Bara kennari
Guðmundur Guðmundsson, sem var íslenskur trúskiptingur í Danmörku og starfaði sem gullsmiður, sneri aftur til Íslands 1851 til að þjóna sem trúboði með félaga sínum Þórarni Hafliðasyni, sem líka var trúskiptingur. Þrátt fyrir opinberar viðvaranir um að forðast trúboðana tvo, sneru þeir nokkrum Íslendingum til trúar í Vestmannaeyjum, litlum eyjahópi við suðvesturströnd Íslands. Meðal þessara trúskiptinga var Loftur Jónsson, sem var sóknarritari og alþingismaður.
Loftur var fljótlega látinn hætta á þingi. Trúboðarnir voru dregnir fyrir dómstóla og þeim bannað að prédika opinberlega og Guðmundi var vísað frá eyjunum og meinað að koma aftur. Þar sem Þórarinn glímdi við mikla andstöðu eiginkonu sinnar, auk lögbannsins, þá lét hann af trúboðsstarfi. Nokkrum mánuðum síðar var Þórarinn úti að veiða á litlum báti þegar skelfilegt óveður gekk yfir og kostaði líf allra sem um borð voru.
Guðmundur, sem hafði verið vígður kennari, sat eftir með 24 trúarnema sem þráðu að skírast, en enginn hafði umboð til að framkvæma þá helgiathöfn. Hann fór djarfur aftur til eyjanna og hélt áfram að boða fagnaðarerindið einsamall í tvö ár, þar til trúboðsforsetinn gat sent aðstoð, þrátt fyrir stöðugan fjandskap. „Ég var oft ávíttur, hrækt var á mig og hæðst að mér,“ rifjaði hann upp, „en ég var fylltur kærleika Guðs og í hjarta bar ég kvíðboða fyrir öllu mannkyni.
Umdæmisforseti kom loks og vígði Guðmund sem öldung á leynisamkomu sem haldinn var í sveitinni. Hann setti síðan Guðmund í embætti sem forseta hinnar sex manna greinar. Guðmundur gegndi þessari stöðu þar til hann fór í trúboð í Danmörku árið 1854. Loftur Jónsson tók við af Guðmundi og þjónaði sem greinarforseti þar til hann flutti til Utah, ásamt öðrum trúskiptingum. Árið 1858 var trúboð á Íslandi aflagt vegna lagabanns við trúboði.