Kirkjusaga
„Við erum ein fjölskylda“


„,Við erum ein fjölskylda,‘“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)

„,Við erum ein fjölskylda,‘“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland

„Við erum ein fjölskylda“

Hinckley forseti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands

Gordon B. Hinckley forseti (til hægri) með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, við vígslu minnisvarða um íslenska innflytjendur í Spanish Fork, Utah, 25. júlí 2005

Ljósmynd eftir Jason Olson, með leyfi Deseret News

„Þetta er merkileg saga sem tengir lönd okkar saman,“ sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, við áheyrendur í Spanish Fork, Utah, árið 2005. Hópurinn hafði safnast saman til að fagna hundrað og fimmtíu ára afmæli komu fyrstu Íslendinganna sem fluttu til Utah. Fyrstu íslensku innflytjendurnir – 379 þeirra árið 1914 –– voru ásakaðir um að hafa svikið móðurland sitt með því að yfirgefa það einmitt þegar þörf var fyrir þá í hreyfingu sem barðist fyrir sjálfstæði og nútímavæðingu. Að segja skilið við hin ríkisstyrktu trúarbrögð varð líka til að vekja slæmar tilfinningar. Engu að síður héldu innflytjendurnir og afkomendur þeirra nánum tengslum við heimalandið. Trúboð, bréf, heimsóknir og ættarmót – allt hefur það stuðlað að sambandi Utah og Íslands. Að auki innleiddu Íslendingar í Utah árið 1897 árlega hátíð íslenskrar arfleifðar og menningar. Árið 2000 greiddu þeir fyrir gerð minnisvarða nærri þeim stað sem fyrstu skírnirnar á Íslandi fóru fram. Fimm árum síðar vígðu þeir minnisvarða í Spanish Fork, þar sem skráð voru nöfn allra þekktra fyrstu kristinna Íslendinganna sem fluttu til Utah.

Þar sem að Íslendingunum í Utah hefur þótt vænt um heimalandið sitt í öll þessi ár, þá benti Ólafur forseti á að velvild hafi komið í stað „ískaldra tilfinninga fortíðar.“ Hann staðfesti: „Við erum ein fjölskylda í anda, trú, arfleifð og hugsjón.“