2009
Læra af spámanninum Joseph
April 2009


Læra af spámanninum Joseph

Sue Barrett, Kirkjutímaritin

Eitt af því sem okkur fannst skemmtilegast á fjölskyldukvöldum var að leika sögu Josephs Smith og Fyrstu sýnina. Ég sagði söguna; síðan léku barnabörnin hana, léku hlutverk predikaranna og Josephs Smith. Ég teiknaði nokkur tré úr bréfi til að sýna lundinn og límdi þau á veggina í einu horni herbergisins, bjó til merkin „predikari“ fyrir predikarana og hafði stól handa „Joseph“ og Biblíu að lesa úr.

Hver predikari sagði við Joseph: „Mín kirkja er hin rétta. Gakktu í mína kirkju, Joseph.“ Og Joseph svaraði: „Ég veit það ekki,“ eða „ég ætla að hugsa um það.“ Eftir að allir predikararnir höfðu talað við hann sat Joseph í stólnum og las Jakobsbréfið 1:5 upphátt. Síðan fór hann í „lundinn“ og kraup í bæn. Enginn lék hlutverk himnesks föður eða Jesú Krists, og við vorum öll lotningarfull þegar „Joseph“ fór í lundinn til að biðjast fyrir. Börnin skiptust á um að vera predikarar eða Joseph.

Við ræddum þar næst um hvað Joseph Smith hafði lært af Fyrstu sýninni, hvernig við fáum svör við bænum okkar, jafnvel þó við sjáum ekki sýnir, og hvernig ritningarnar leiðbeini okkur.