2022
Sköpunin
Janúar/Febrúar 2022


Kom, fylg mér

Sköpunin

1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; Abraham 4–5

earth with sun and moon

Jesús Kristur skapaði jörðina undir leiðsögn himnesks föður, til þess að við hefðum stað til að lifa á, læra og nota sjálfræði okkar til að taka góðar ákvarðanir (sjá Abraham 3:24–26).

Spámaðurinn Joseph Smith kenndi það að „skapa… þýðir ekki að skapa upp úr engu; það þýðir að skipuleggja, á sama hátt og maður myndi skipuleggja efnivið og byggja skip.“1 Hebreska orðið fyrir „sköpun“ þýðir að forma, aðlaga og móta (sjá 1. Mósebók 1:1; Abraham 3:24).

Russell M. Nelson forseti útskýrði að „hin efnislega sköpun var áfangaskipt í ákveðin tímabil,“ ekki almanaksdaga. „Hvort sem tímabilin kölluðust dagur, tímaskeið eða öld, þá var hver áfangi [sköpunarinnar] afmarkaður af tveimur atburðum – skiptingu í eilífðinni.“2

Fyrsti dagur: Ljós og myrkur

„Þá sagði Guð: ‚Verði ljós.‘“ Hann „greindi ljósið frá myrkrinu“ og skapaði dag og nótt (sjá 1. Mósebók 1:3–5).

Annar dagur: Vötn og himinn

Guð greindi milli vatnanna og himinsins. „Þá sagði Guð: ‚Verði festing milli vatnanna og hún greini vötn frá vötnum.‘ … Og Guð nefndi festinguna himin.“ (Sjá 1. Mósebók 1:6–8.)

Þriðji dagur: Höf og þurrlendi

„Guð nefndi þurrlendið jörð og safn vatnanna nefndi hann haf“ (1. Mósebók 1:10). Jörðin var þá tilbúin fyrir gróður (sjá 1. Mósebók 1:11–12).

Fjórði dagur: Sólin og árstíðirnar

Guð skapaði sólina, mánann og stjörnurnar „til þess að greina dag frá nóttu“ og „vera tákn til þess að marka tíðir, daga og ár“ (sjá 1. Mósebók 1:14–16).

Fimmti dagur: Lifandi skepnur

Guð skapaði „alls kyns skepnur“ (1. Mósebók 1:21). Þessum skepnum var boðið að fjölga sér og fylla jörðina og sjóinn (sjá 1. Mósebók 1:22).

Sjötti dagur: Adam og Eva

Guð hélt áfram að skapa líf með „dýrum jarðar,“ „fénaði“ og „skriðkvikindum“ (Abraham 4:24–25). Hann skapaði síðan Adam og Evu „í mynd síns eigin líkama“ (HDP Móse 6:9) og bauð þeim: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, … ríkið yfir … öllum dýrum sem hrærast á jörðinni“ (1. Mósebók 1:28).

Sjöundi dagur: Hvíldardagur

Eftir að hafa lokið verki sínu, hvíldist Guð á sjöunda degi. „Og Guð blessaði sjöunda daginn og helgaði hann því að þann dag hvíldist Guð frá öllu sköpunarverki sínu sem hann hafði unnið að“ (1. Mósebók 2:3).

Guð bauð okkur síðar að við ættum líka að „[minnast] þess að halda hvíldardaginn heilagan“ (2. Mósebók 20:8).

Við getum haldið hvíldardaginn heilagan með því að verja tíma okkar í kirkju, með því að meðtaka sakramentið og minnast frelsarans. Drottinn kenndi: „Því að sannlega er þessi dagur útnefndur yður til hvíldar frá erfiði yðar og til að votta hinum æðsta hollustu yðar“ (Kenning og sáttmálar 59:10).

Á hvíldardeginum ættu „hugsanir okkar, verk og hátterni að vera tákn sem við gefum Guði og sýna að við elskum hann.“3

Heimildir

  1. Joseph Smith, ræða flutt 7. apríl 1844, í History, 1838–1856, bindi E-1 [1. Júlí 1843–30. Apríl 1844], bls. 1973, josephsmithpapers.org.

  2. Russell M. Nelson, „The Creation [Sköpunin],“ Liahona, July 2000, 103.

  3. David A. Bednar, „Hin dýrmætu og háleitu fyrirheit,“ aðalráðstefna, nóvember 2017; sjá einnig Russell M. Nelson, „Hvíldardagurinn er feginsdagur,“ aðalráðstefna, apríl 2015.