2022
Þau eiga Mormónsbók hér!
Janúar/Febrúar 2022


Frá Síðari daga heilögum

Þau eiga Mormónsbók hér!

Þegar ég hélt á Mormónsbók, fann ég hvernig byrðar mínar hörfuðu fyrir hlýrri elsku frelsarans.

hand holding a copy of the Book of Mormon

Ljósmynd frá Jacob A. Brown

Laugardag nokkurn um hávetur, nýttum ég og eiginkona mín kaldan en sólríkan dag til að kynnast hverfinu okkar betur. Við höfðum nýlega flutt þúsundir kílómetra frá heimili okkar á austurströnd Bandaríkjanna til að eltast við náms- og starfstækifæri.

Við ákváðum að ganga að nálægum háskóla sem hvorugt okkar hafði skoðað. Við fundum fljótlega aðalbókasafn háskólans. Við njótum lesturs og konan mín, sem var meistaranemi, var forvitin að sjá hvaða úrræði hún fyndi fyrir námið sitt. Þar sem hún var að læra trúarbragðasögu, skoðuðum við þær hillur sem voru í trúfræðihluta bókasafnsins. Þegar við litum á áhugaverð heiti bókanna, rak ég augun í litla bók með kunnulega bláa kápu.

„Þau eiga Mormónsbók hér!“ hvíslaði ég.

Ég tók bókina af hillunni. Þetta var gamalt eintak og ég velti fyrir mér hversu lengi það hafði verið þarna. Það vakti virkilega athygli mína að lítið innlegg hafði verið límt innan á kápusíðuna.

Þetta innlegg var stuttur vitnisburður hjóna frá Blackfoot, Idaho, Bandaríkjunum. Í vitnisburði sínum útskýrðu þau hvað Mormónsbók væri og hvers vegna hún væri mikilvæg. Þau miðluðu stuttum en áhrifamiklum vitnisburði um bókina og buðu lesandanum að biðjast fyrir um sannleiksgildi hennar.

Orð þeirra voru einföld en boðskapurinn snerti hjarta mitt. Mögulega var vitnisburður hjónanna ætlaður þeim sem ekki eru okkar trúar. Mögulega höfðu þau gefið þessa bók einhverjum sem þau þekktu. Hver veit hversu oft hún hefur skipt um eigendur eða hversu langt hún hefur ferðast þar til hún endaði í háskólabókasafninu.

Þegar ég hélt á bókinni, fyllti andinn hjarta mitt. Í andartak fannst mér byrðar mínar hörfa fyrir hlýrri elsku frelsarans.

Þessi dagur í bókasafninu minnir mig stöðugt á þær blessanir sem ég hlýt með því að lesa Mormónsbók og mikilvægi þess að miðla vitnisburði mínum um hana. Vitnisburður okkar gæti fallið „í grýtta jörð“ eða „í góða jörð“ (sjá Matteus 13:3–9), en mikilvægt er að við miðlum honum. Guð mun sjá til þess að hann berist á réttum tíma, á réttum stað og til rétts einstaklings.