Velkomin í þessa útgáfu
Upphaf og Gamla testamentið
Nýtt ár er í garð gengið og þá virðist einkum tilvalið að hugsa um upphaf af ýmsum toga.
Á þessu ári munu Gamla testamentið og Hin dýrmæta perla fræða okkur um upphaf af ýmsum toga sem er eitthvert hið mikilvægasta og merkilegasta sem menn fá þekkt.
Við getum lært að þekkja Jesú Krist betur, sem var með föðurnum „í upphafi“ (Abraham 4:1). Við getum lesið um sköpun heimsins og upphaf jarðnesks lífs. Við getum lært um upphaf iðrunar, fjölskyldna, boðorða og musteristilbeiðslu hér á jörðu. Við getum lært um upphaf helgra sáttmála, sem áfram móta líf okkar nú.
Ef okkur þykir enn ekki vænt um Gamla testamentið, getur dagurinn í dag markað upphaf nýs tímbils náms og rannsókna. Á bls. 20 miðla ég nokkrum sannindum sem vöktu mér meiri áhuga á þessari ritningarbók og aukinn skilning og tilgang á kenningum hennar. Á bls. 26, bendir Mark L. Pace forseti, aðalforseti sunnudagaskólans, á máttugar blessanir sem við getum hlotið, ef við erum fús til að lesa „samviskusamlega og kostgæfið.“
Framar öllu skulum við hafa hugfast að nýtt upphaf er mögulegt um alla lífstíð vegna Jesú Krists. Í grein öldungs Quentins L. Cook á bls. 6, ber hann vitni um að „ekki er allt glatað,“ því frelsarinn bíður okkar með opinn faðminn. Vegna náðar hans getum við haldið andlegri vegferð okkar áfram, sem áar okkar hófu fyrir svo mörgum árum.
Ég vona að þetta ár verði fyllt dásamlegu upphafi fyrir okkur öll!
Marissa Widdison
Aðstoðarmaður ritstjóra, Gospel Living-smáforritið