2022
Áætlun Guðs er fyrir ykkur
Janúar/Febrúar 2022


Fyrir foreldra

Áætlun Guðs er fyrir ykkur

Kæru foreldrar,

þegar við lærum um myndir, tákn og kenningar Gamla testamentisins, fáum við betur skilið áætlun himnesks föður fyrir okkur og hlutverk Jesú Krists í henni.

Greinarnar í blaði þessa mánaðar geta gefið ykkur hugmyndir um hvernig skuli kenna börnum úr Gamla testamentinu og um áætlun Guðs fyrir okkur.

Himneskur faðir hefur guðlega áætlun fyrir börn sín

Af hverju er mikilvægt að skilja sáluhjálparáætlun Guðs? Notið „Helstu trúarreglur“ á bls. 10, til að kenna börnum ykkar um mikilvægi falls Adams og Evu. Saman gætuð þið búið til skrá yfir blessanir og tækifæri sem við öðlumst í þessu lífi af því að við komum til jarðar.

Eftir að hafa lesið grein öldungs Quentins L. Cook á bls. 6, ræðið þá sem fjölskylda þær blessanir sem þið hafið hlotið í lífinu af þeirri vitneskju að Guð hefur áætlun um að frelsa börn sín.

Nám í Gamla testamentinu

Bætið nám ykkar í Gamla testamentinu með því að lesa greinarnar á bls. 20 og 26. Hvað lærið þið þar sem hjálpar ykkur að skilja Gamla testamentið? Ræðið af kostgæfni við fjölskyldu ykkar um þau markmið sem þið hafið varðandi nám ykkar í Kom, fylg mér á þessu ári.

Skilningur á Kom, fylg mér

Á bls. 30 má sjá teikningu sem útskýrir sköpunina og fleira efni til stuðnings við nám ykkar í Kom, fylg mér.

Prenta