2022
Lexíur við brunninn
Maí 2022


„Lexíur við brunninn,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Kvennahluti

Lexíur við brunninn

Útdráttur

veggspjald af vegi við vatnshlot

Hala niður PDF skjali

Mig langar að miðla ykkur þremur lexíum sem ég er að læra er ég held áfram að bergja „lifandi vatn“ [Jóhannes 4:10] úr brunni [frelsarans].

Í fyrsta lagi: Aðstæður okkar í fortíð og nútíð skilgreina ekki framtíð okkar …

Hugleiðið konuna við brunninn. …

Hún varð kraftmikið vitni og lýsti því yfir fyrir íbúum borgar sinnar, að Jesús væri Kristur. „Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar“ [Jóhannes 4:39].

Fortíð hennar og nútíð skilgreindu ekki framtíð hennar. Á sama hátt getum við valið að snúa til frelsarans í dag, fyrir þann styrk og þá lækningu sem mun gera okkur kleift að uppfylla allt það sem við vorum send hingað til að gera.

Í öðru lagi: Krafturinn býr í okkur [Kenning og sáttmálar 58:28] …

Systur, krafturinn býr í okkur til að koma miklu réttlæti til leiðar! …

Í þriðja lagi: „Af hinu smáa sprettur hið stóra“ [Kenning og sáttmálar 64:33] …

Systur, hjörtu geta breyst og líf verið blessuð er við bjóðum ögn af salti, skeið af súr og ljósgeisla.

Ég ber vitni um að frelsarinn er saltið í lífi okkar, hann býður okkur að bragða á gleði sinni og elsku. Það er hann sem er súrinn þegar líf okkar er erfitt, hann færir okkur von og léttir byrðar okkar með óviðjafnanlegum mætti sínum og endurleysandi elsku. Hann er ljós okkar, sem lýsir okkur á leiðinni heim.