2022
Sáttmálar við Guð styrkja okkur, vernda og búa okkur undir eilífa dýrð
Maí 2022


„Sáttmálar við Guð styrkja okkur, vernda og búa okkur undir eilífa dýrð,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Kvennahluti

Sáttmálar við Guð styrkja okkur, vernda og búa okkur undir eilífa dýrð

Útdráttur

veggspjald af klettaklifrara

Hala niður PDF skjali

Hafið þið einhvern tíma staðið á háum kletti með tærnar á brúninni og snúið bakinu að hyldýpinu fyrir aftan? Í klettasigi hamast hjartað er maður stendur á brúninni, jafnvel þó að maður maður sé í öruggri tengingu við sterk reipi og tæki sem geta flutt þig í öryggi. Það að stíga aftur á bak af klettinum og sveifla sér út í loftið krefst trausts á akkerið sem hefur verið fest örugglega í jarðfastan hlut. Það krefst trausts á þeirri persónu sem heldur spennu á reipinu er þið ferðist niður á við. …

Sá andlegi búnaður sem heldur okkur frá því að brotna á klettum mótlætis, er vitnisburður okkar um Jesú Krist og þeir sáttmálar sem við gerum. Við getum treyst á þennan stuðning til að leiða okkur og bera í öryggið. Sem viljugur félagi okkar, mun frelsarinn aldrei leyfa okkur að falla lengra en í seilingarfjarlægð. …

Það er ekkert mikilvægara fyrir eilífa framþróun okkar en að halda sáttmála okkar við Guð. …

Ég ber vitni um að þegar við veljum að gera sáttmála við himneskan föður og meðtökum af krafti frelsarans til að halda þá, munum við blessuð með meiri hamingju í þessu lífi en við getum nú ímyndað okkur og dýrðlegu eilífu lífi í framtíðinni.