2022
Lækna heiminn
Maí 2022


„Lækna heiminn,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Sunnudagsmorgunn

Lækna heiminn

Útdráttur

veggspjald af Moróní hershöfðingja og frelsistákninu

Hala niður PDF skjali

Hvað er trúfrelsi?

Það er frelsi til tilbeiðslu í öllum sínum margbreytileika: Frelsi til að koma saman, málfrelsi, frelsi til að breyta að persónulegum skoðunum og frelsi annarra til að gera slíkt hið sama. Trúfrelsi gerir sérhverju okkar kleift að ákveða sjálf hverju við trúum, hvernig við lifum og hegðum okkur, samkvæmt trú okkar og því sem Guð ætlast til af okkur. …

Mitt í umrótinu árið 1842, birti Joseph [Smith] þrettán grundvallaratriði hinnar vaxandi kirkju, þar á meðal þetta: „Vér krefjumst þeirra réttinda að fá að tilbiðja almáttugan Guð, eftir því sem eigin samviska býður, og viðurkennum sömu réttindi til handa öllum mönnum. Lofum þeim að tilbiðja, hvernig, hvar eða hvað, sem þeim þóknast“ [Trúaratriðin 1:11].

Yfirlýsing hans er innihaldsrík, frelsandi og virðingarfull. Það er kjarni trúfrelsis. …

Íhugið með mér fjórar leiðir sem samfélagið og einstaklingar njóta góðs af sem tengjast trúfrelsi.

Fyrsta. Trúfrelsi heiðrar æðstu boðorðin tvö sem hafa Guð að þungamiðju lífs okkar. …

Önnur. Trúfrelsi stuðlar að tjáningu trúar, vonar og friðar. …

Þriðja. Trúarbrögð hvetja fólk til að hjálpa öðrum. …

Og fjórða. Trúfrelsi virkar sem sameinandi kraftur til að móta gildi og siðferði. …

Ég býð ykkur að berjast fyrir málstað trúfrelsis. Það er tjáning hinnar guðsgefnu sjálfræðisreglu.