2022
Kristur læknar hið brotna
Maí 2022


„Kristur læknar hið brotna,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Sunnudagsmorgunn

Kristur læknar hið brotna

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald af Jesú Kristi faðma mann

Hala niður PDF skjali

Ljósmynd eftir Mark Mabry

Við getum lært mikið í ritningunum um það hvernig frelsari okkar, Jesús Kristur, mun hjálpa okkur að takast á við hið brotna í lífinu á farsælan hátt, sama hver aldur okkar er. …

Þegar frelsarinn kenndi í musterinu, komu fræðimennirnir og farísearnir með konu til hans. Við vitum ekki alla sögu hennar, bara að hún var „staðin að hórdómi“ [Jóhannes 8:4]. …

Viðbrögð Krists við þessari dýrmætu dóttur Guðs, voru þessi: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar“ [Jóhannes 8:11]. Önnur leið til að segja: „Far þú. Syndga ekki framar,“ væri ef til vill: „Far þú og breyttu þér.“ Frelsarinn var að bjóða henni að iðrast. …

Drottinn kennir að það sé altækt boðorð að fyrirgefa öðrum: „Ég, Drottinn, mun fyrirgefa þeim, sem ég vil fyrirgefa, en af yður er krafist, að þér fyrirgefið öllum mönnum“ [Kenning og sáttmálar 64:10]. …

Oft getum við fundið okkur í sporum hins lamaða betlara við musterishliðið, þolinmóð – eða stundum óþolinmóð – að „vona á Drottin“ [Jesaja 40:31]. …

Að iðka trú á Krist, merkir að treysta ekki aðeins á vilja Guðs, heldur líka á tímasetningu hans. Hann þekkir þarfir okkar nákvæmlega og hvenær við þörfnumst þeirra. …

… Það er ekkert í lífi ykkar sem er brotið eða brostið sem er utan læknandi, endurleysandi og virkjandi máttar Jesú Krists.

Prenta