2022
Samband okkar við Guð
Maí 2022


„Samband okkar við Guð,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Sunnudagsmorgunn

Samband okkar við Guð

Útdráttur

veggspjald af bænarhöndum

Hala niður PDF skjali

Við ættum ekki að líta á áætlun Guðs eins og sjálfsala, þar sem við (1) veljum blessun sem okkur langar í, (2) setjum inn summu af góðum verkum sem krafist er og (3) pöntunin fæst strax afhent. …

Iðrun okkar og hlýðni, þjónusta okkar og fórnir skipta máli. Við viljum vera meðal þeirra sem Eter sagði að væru „ætíð rík af góðum verkum“ [Eter 12:4]. Það er þó ekki vegna einhverra skráninga í himnesku bókhaldi. Þessir hlutir skipta máli, vegna þess að þeir virkja okkur í verki Guðs og eru leiðin til að vinna með honum að umbreytingu okkar sjálfra frá náttúrlegum manni í heilagan. Það sem himneskur faðir býður okkur eru hann sjálfur og sonur hans, náið og varanlegt samband við þá fyrir náð og milligöngu sonar hans, Jesú Krists, frelsara okkar.

… Faðir okkar er fús til að leiðbeina sérhverju okkar á sáttmálsveginum, með skrefum sem hönnuð eru að persónulegum þörfum okkar og sniðin að áætlun hans fyrir endanlega hamingju okkar með honum. …

Þrátt fyrir það, getur vegurinn ekki verið auðveldur fyrir neitt okkar. Of mikil hreinsun þarf að eiga sér stað til að hann verði auðveldur. …

Í miðjum hreinsunareldinum ættum við því að nálgast Guð í stað þess að reiðast honum. Ákallið föðurinn í nafni sonarins. Gangið með þeim í andanum, dag frá degi. Leyfið þeim með tímanum að sýna ykkur tryggð sína. Þekkið þá sannarlega og þekkið ykkur sannarlega. Látið Guð ríkja.