„2.–8. maí. 2. Mósebók 35–40; 3. Mósebók 1; 16; 19: ‚[Heilagleiki til Drottins],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)
„2.–8. maí. 2. Mósebók 35–40; 3. Mósebók 1; 16; 19,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022
2.–8. maí
2. Mósebók 35–40; 3. Mósebók 1; 16; 19
„[Heilagleiki til Drottins]“
Þegar þið lærið ritningarnar, gætið þá að andlegum hughrifum sem þið hljótið um það hvernig þið getið orðið líkari himneskum föður og Jesú Kristi.
Skráið hughrif ykkar
Burtförin frá Egyptalandi – svo mikilvæg og undursamleg sem hún nú var – varð ekki til að uppfylla tilgang Guðs varðandi Ísraelsmenn. Velsæld þeirra í fyrirheitna landinu í framtíðinni var jafnvel ekki endanlegur tilgangur Guðs fyrir þá. Þetta voru aðeins skref í áttina að því sem Guð vildi raunverulega fyrir fólk sitt: „Verið heilagir því að ég, Drottinn, Guð ykkar, er heilagur“ (3. Mósebók 19:2). Hvernig leitaðist Guð við að gera fólk sitt heilagt þegar ánauð var eina upplifun þess um kynslóðir? Hann bauð þeim að búa til stað heilagleika fyrir Drottin – tjaldbúð í eyðimörkinni. Hann sá þeim fyrir sáttmálum og lögmálum til að veita þeim leiðsögn í breytni þeirra, sem að lokum átti að breyta hjartalagi þeirra. Þegar þeim tókst ekki að halda þessi lögmál, þá bauð hann þeim að færa dýrafórnir, til tákns um friðþægingu fyrir syndir þeirra. Öllu þessu var ætlað að beina huga þeirra, hjarta og lífi að frelsaranum og endurlausninni sem hann býður. Hann er hinni sanni vegur heilagleika, fyrir Ísraelsmenn og fyrir okkur. Öllum höfum við varið einhverjum tíma í ánauð syndar og öllum er okkur boðið að iðrast – að segja skilið við synd og fylgja Jesú Kristi, sem hefur lofað: „Ég get gjört yður heilaga“ (Kenning og sáttmálar 60:7).
Til að fá yfirlit 3. Mósebókar, sjá þá „Þriðju Mósebók“ í Leiðarvísi að ritningunum.
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
2. Mósebók 35–40; 3. Mósebók 19
Drottinn vill að við verðum heilög eins og hann er.
Í 2. Mósebók 25–31 eru fyrirmæli Drottins til Ísraelsmanna um hvernig skuli byggja tjaldbúð, þar sem helgisiðir myndu hjálpa þeim að verða heilagt fólk. Í 2. Mósbók 35–40 er sagt frá því hvernig Ísraelsmönnum gekk að fylgja þessum fyrirmælum. Þegar þið lesið kapítula 35–40, gætið þá að þeim hlutum sem Drottinn bauð fólkinu að hafa í tjaldbúðinni og íhugið hvað þeir gætu táknað og gefið til kynna um aukinn heilagleika. Íhugið einkum hvernig þessir hlutir beina hugsunum ykkar að frelsaranum. Tafla líkt og þessi gæti hjálpað:
Hvaða hluti funduð þið? |
Hvað geta þeir táknað? |
---|---|
Hvaða hluti funduð þið? Sáttmálsörkin (2. Mósebók 37:1–9; 40:20–21) | Hvað geta þeir táknað? Návist Guðs; sáttmálar hans og boðorð |
Hvaða hluti funduð þið? Reykelsisaltarið (2. Mósebók 40:26–27; sjá einnig 2. Mósebók 30:1, 6–8) | Hvað geta þeir táknað? Bænir sem stíga upp til Drottins |
Hvaða hluti funduð þið? Ljósastikan eða lamparnir (2. Mósebók 37:17–24) | |
Hvaða hluti funduð þið? Fórnaraltarið (2. Mósebók 38:1–7; sjá einnig 2. Mósebók 27:1; 29:10–14) | |
Hvaða hluti funduð þið? Eirker með eirstétt til þvottar (2. Mósebók 30:17–21) | |
Ef þið hafið tekið þátt í helgiathöfnum musterisins, hvað lærið þið þá um tjaldbúðina í 2. Mósebók 35–40 sem minnir ykkur á upplifun ykkar þar? (sjá einnig „Ábendingar til að hafa hugfastar: Tjaldbúðin og fórn“). Íhugið hvernig sáttmálar musterisins hjálpa ykkur að verða heilög eins og himneskur faðir og Jesú Kristur.
Það gerir okkur auðvitað ekki heilög einfaldlega að vera á heilögum stað. Í 3. Mósebók 19 eru sagt frá lögmálum og boðorðum sem Drottinn setti til að hjálpa Ísraelsmönnum að verða heilagri. Hvað finnið þið í þessum boðorðum, sem gæti hjálpað ykkur að verða heilagri? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að fylgja þessum reglum betur?
Sjá einnig Carol F. McConkie, „Fegurð heilagleika,“ aðalráðstefna, apríl 2017; „The Tabernacle [Tjaldbúðin]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org; Leiðarvísir að ritningunum, „Heilagleiki“; KirkjaJesuKrists.is Efni/Musteri.
Drottinn býður að ég færi fórnir mínar af fúsu hjarta.
Á árinu eftir að Ísraelsmenn fóru frá Egyptalandi mætti segja að samband þeirra við Jehóva hafi verið hvikult. Gætið þó að því hvernig Ísraelsmenn brugðust við boðinu um að reisa tjaldbúð, er þið lesið 2. Mósebók 35:4–36:7. Hvað lærið þið af Ísraelsmönnum, sem gæti hjálpað ykkur að þjóna Drottni betur?
Bonnie L. Oscarson forseti kenndi: „Hver þegn kirkjunnar ætti að vita hve mikil þörf er fyrir hann. Hver einstaklingur hefur eitthvað mikilvægt til að leggja til og hefur einstaka hæfileika og getu til að aðstoða við að færa þetta mikilvæga starf áfram“ („Stúlknafélagið í starfinu,“ aðalráðstefna, apríl 2018). Þegar þið lesið 2. Mósebók 1–4 , íhugið þá hvað það er sem Drottinn hefur „[gefið]“ ykkur. Íhugið að spyrja himneskan föður að því hvað hann hefur gefið ykkur, svo þið getið tekið þátt í verki hans.
Ég get hlotið fyrirgefningu fyrir tilverknað friðþægingar Jesú Krists.
Margt í 3. Mósebók gæti komið okkur undarlega fyrir sjónir – dýrafórnir, helgisiðir með blóði og vatni og lög sem stjórna hverju smáatriði í lífi okkar. Þessum helgisiðum og lögum var þó ætlað að kenna kunnugar reglur – iðrun, heilagleika og friðþægingu frelsarans. Þegar þið gætið að þessum reglum við lestur 3. Mósebókar 1:1–9; 16, íhugið þá spurningar eins og þessa: Hvað get ég lært af þessum fórnum um Jesú Krist og friðþægingarfórn hans? Hvernig er ég eins og þeir sem færa þessar fórnir? Þið gætuð íhugað að rifja upp „Ábendingar til að hafa hugfastar: Tjaldbúðin og fórn“ í þessu riti og „Fórn“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp).
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
2. Mósebók 36:1–7.Hvað lærum við í 2. Mósebók 36:1–7 af því hvernig Ísraelsmenn brugðust við boðinu um að reisa tjaldbúð? Þið gætuð íhugað saman sem fjölskylda hvernig Drottinn hefur boðið okkur að taka þátt í verki hans. Hvernig getum við fylgt fordæmi Ísraelsmanna?
-
2. Mósebók 40.Þegar þið lesið saman 2. Mósebók 40, gætuð þið beðið fjölskyldumeðlimi að rétta upp hönd í hvert sinn sem þeir heyra orðtak líkt og „eins og Drottinn hafði boðið.“ Hvað lærum við af þessum kapítula um hlýðni við Drottin?
-
2. Mósebók 40:1–34.Þegar þið lesið um samsetningu tjaldbúðar Ísraelsmanna í 2. Mósebók 40, gætuð þið unnið saman að því að auðkenna hina ýmsu hluta tjaldbúðarinnar og notað til þess myndina sem er í þessum lexíudrögum. Til að tengja þessa umræðu við musteristilbeiðslu okkar tíma, gætuð þið kynnt ykkur saman efnið „Why Latter-day Saints Build Temples [Ástæður þess að Síðari daga heilagir byggja musteri]” (temples.ChurchofJesusChrist.org) eða horft á myndbandið „Temples [Musteri]“ (ChurchofJesusChrist.org).
-
3. Mósebók 19.Fjölskyldumeðlimir gætu hver fyrir sig fundið vers í þessum kapítula sem þeim finnst hjálpa þeim að vera „heilagir“ (3. Mósebók 19:2) og miðlað því fjölskyldunni.
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Auk heilaga helgun,“ Sálmar, nr. 39.