Gamla testamentið 2022
23.–29. maí. Jósúabók 1–8; 23–24: „Vera djarfur og hughraustur“


„23.–29. maí. Jósúabók 1–8; 23–24: ‚Vera djarfur og hughraustur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„23.–29. maí. Jósúabók 1–8; 23–24,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Móse vígir Jósúa

Myndskreyting af Móse að vígja Jósúa, eftir Darrell Thomas

23.–29. maí

Jósúabók 1–8; 23–24

„Vera djarfur og hughraustur“

Þegar þið lærið í Jósúabók, íhugið þá hvernig það sem þið lærðuð um Ísraelsmenn getur styrkt trú ykkar á Jesú Krist.

Skráið hughrif ykkar

Nokkrar kynslóðir voru gengnar, en loforð Drottins var um það bil að uppfyllast: Ísraelsmenn voru í þann mund að erfa fyrirheitna landið. Jórdanáin stóð þó í vegi þeirra, múrar Jeríkóborgar og ranglát en máttug þjóð, sem hafði hafnað Drottni (sjá 1. Nefí 17:35). Ekki bætti heldur úr skák að Móse, hinn ástkæri leiðtogi þeirra, var genginn. Þessar aðstæður gætu hafa kallað vanmátt og ótta yfir Ísrael, en Drottinn sagði: „[Ver] djarfur og hughraustur.“ Af hverju ætti þeim að hafa liðið þannig? Ekki vegna eigin styrks – eða jafnvel styrks Móse eða Jósúa – heldur vegna þess að „Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð“ (Jósúabók 1:9). Þegar við sjálf þurfum að fara yfir eigin ár og rífa niður múra, þá geta undursamlegir hlutir gerst í lífi okkar, því það er „Drottinn [sem mun] vinna kraftaverk á meðal [okkar] (Jósúabók 3:5).

Til að fá yfirlit Jósúabókar, sjá þá Jósúa í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
Learn More image
Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jósúabók 1:1–9

Guð mun verða með mér ef ég sýni honum hollustu.

Ímyndið ykkur hvernig það hefur verið fyrir Jósúa að vera kallaður í stað Móse. Gætið að því sem Drottinn sagði í Jósúabók 1:1–9, honum til hvatningar. Íhugið þær erfiðu áskoranir sem þið standið frammi fyrir; hvað í þessum versum veitir ykkur hugrekki?

Áhugavert gæti verið að vita að nafnið Jósúa (Yehoshua eða Yeshua á hebresku) merkir „Jehóva bjargar.“ Nafnið Jesús er dregið af Yeshua. Þegar þið því lesið um Jósúa, íhugið þá hvernig það hlutverk hans að leiða Ísraelsmenn inn í fyrirheitna landið minnir ykkur á hlutverk frelsarans.

Sjá einnig Ann M. Dibb, „Ver þú hughraustur,“ aðalráðstefna, apríl 2010.

Jósúabók 2

Bæði trú og verk eru nauðsynleg til sáluhjálpar.

Hinir fyrri kristnu litu á Rahab sem dæmi um bæði trú og verk (sjá Hebreabréfið 11:31; Jakobsbréfið 2:25). Þegar þið lesið Jósúabók 2, íhugið þá þátt trúar og verka Rahab í því að bjarga sjálfri sér, fjölskyldu sinni og ísraelsku útsendaranna. Hvað kennir þetta ykkur um hvernig trú á Krist og verk ykkar geta haft áhrif á ykkur sjálf og aðra?

Ykkur gæti fundist áhugavert að vita að Rahab var formóðir bæði Davíðs konungs og Jesú Krists (sjá Matteus 1:5). Hvaða getum við mögulega lært af þessu?

Ljósmynd
Rahab

Rahab við gluggann sinn. Beðið eftir loforðinu, eftir Elspeth Young.

Jósúabók 3–4

Ég get upplifað „kraftaverk“ Guðs, ef ég hef trú á Jesú Krist.

Drottinn þráir að „allar þjóðir jarðar [viti] að hönd Drottins er sterk“ (Jósúabók 4:24). Þegar þið lesið Jósúa 3–4, íhugið þá hvernig þið getið vitað að hönd Drottins er sterk. Hvernig hefur Drottinn gert „kraftaverk“ í lífi ykkar? (Jósúabók 3:5). Hvernig getið þið upplifað – eða borið kennsl á – þessi kraftaverk oftar? (sjá t.d. Jósúabók 3:17).

Af hverju haldið þið að Ísraelsmenn hafi þurft að helga sig áður en þeir fóru yfir ána Jórdan? Hver gæti verið merking þeirrar staðreyndar að áin hafi einungis klofnað eftir að „fætur prestanna … [snertu] vatn Jórdanar“? (Jósúabók 3:13, 15).

Ef þið viljið kynna ykkur fleiri merka atburði sem gerðust við ána Jórdan, sjá þá 2. Konungabók 2:6–15; 5:1–14 og Markús 1:9–11. Hvaða samhengi sjáið þið á milli þessara atburða er þið ígrundið þessi ritningarvers?

Sjá einnig Gérald Caussé, „Finnst ykkur það enn dásamlegt?aðalráðstefna, apríl 2015; „Exercise Faith in Christ [Iðka trú á Krist]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Jósúa 6–8

Hlýðni gerir mátt Guðs að veruleika í lífi mínu.

Í þessum kapítulum er greint frá orrustum víða um lönd Jeríkó og Aí. Íhugið við lestur þeirra hvernig þið heyið baráttu við freistingar í lífi ykkar (sjá t.d. Jósúabók 7:10–13). Hvað lærið þið um hvernig Guð getur hjálpað ykkur og hvað þið þurfið að gera til að hljóta mátt hans? Hvað hrífur ykkur t.d. varðandi fyrirmæli Drottins um að sigra Jeríkó? (sjá Jósúabók 6:1–5). Ef til vill mun frásögnin í Jósúabók 7 hvetja ykkur til að ákveða hvort einhverjir „bannhelgir munir“ séu í lífi ykkar sem þarf að fjarlæga (Jósúabók 7:13).

Jósúabók 23–24

„Haldið ykkur … fast við Drottin.“

Eftir að Jósúa hafði skipt fyrirheitna landinu á milli ísraelsku ættkvíslanna tólf (sjá Jósúabók 13–21), veitti hann þeim síðustu leiðsögn sína. Þegar þið lesið þessar kenningar í Jósúabók 23–24, þá gætuð þið skráð hjá ykkur aðvaranirnar, leiðsögnina og þær fyrirheitnu blessanir sem þið finnið. Af hverju haldið þið að Jósúa hafi ákveðið að segja þeim þessa hluti við lok lífs síns, með hliðsjón af öllu því sem Ísraelsmenn þurftu að takast á við? Hvað er það sem hvetur ykkur til að halda ykkur „fast við Drottin“? (Jósúabók 23:8).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jósúabók 1:8.Hvað er lagt til að við gerum í þessu versi varðandi ritninganám okkar, bæði sem einstaklingar og fjölskylda? Hvernig hafa ritningarnar hjálpað okkur að „ná settu marki,“ svo okkur „farnist vel“?

Jósúabók 4:3, 6–9.Eftir að hafa lesið um það sem Drottinn vildi að Ísraelsmenn gerðu við steina úr ánni Jórdan, gæti fjölskylda ykkar rætt eitthvað af því undursamlega sem Drottinn hefur gert fyrir hana. Þið gætuð síðan fengið hverjum og einum í fjölskyldunni stein og beðið þau að skrifa eða teikna eitthvað sem Drottinn hefur gert fyrir þau.

Jósúabók 6:2–5.Fjölskylda ykkar gæti haft gaman að því að leika fyrirmælin sem Drottinn gaf Ísraelsmönnum til að fá sigrað Jeríkóborg. Hvað gæti Drottinn viljað að við lærðum af þessari frásögn?

Jósúabók 24:15.Eftir lestur þessara versa, gætu fjölskyldumeðlimir miðlað upplifunum þar sem þeir hafa valið að þjóna Drottni, þótt erfitt hafi verið. Af hverju er mikilvægt að ákveða að þjóna honum „í dag,“ í stað þess að bíða þar til aðstæður koma upp? Hvernig getum við stutt „[ættmenni]“ okkar er við leggjum okkur fram við að „þjóna Drottni“?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Veldu rétt,“ Sálmar, nr. 98.

Bæta kennslu okkar

Gefið vitnisburði ykkar oft. Einlægur vitnisburður ykkar um sannleikann getur haft mikil áhrif á fjölskyldu ykkar. Hann þarf ekki að vera málskrúðugur eða orðlangur. Vitnisburður er áhrifaríkastur þegar hann er blátt áfram og einlægur. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 11.)

Ljósmynd
Múrar Jeríkóborgar falla

Drottinn lætur múra Jeríkóborgar falla. © Providence Collection/með leyfi goodsalt.com

Prenta