Gamla testamentið 2022
16.–22. maí. 5. Mósebók 6–8; 15; 18; 29–30; 34: „Gæt þess […] að þú gleymir ekki Drottni“


„16.–22. maí. 5. Mósebók 6–8; 15; 18; 29–30; 34: ‚Gæt þess […] að þú gleymir ekki Drottni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„16.–22. maí. 5. Mósebók 6–8; 15; 18; 29–30; 34,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Móse á fjalli

Myndskreyting af Móse á fjallinu Nebó, © Providence Collection/með leyfi goodsalt.com

16.–22. maí

5. Mósebók 6–8; 15; 18; 29–30; 34

„Gæt þess […] að þú gleymir ekki Drottni“

Móse bauð Ísraelsmönnum að kenna börnum sínum orð Drottins (sjá 5. Mósebók 6:7). Þegar þið lærið 5. Mósebók í þessari viku, leitið þá leiða til að miðla fjölskyldu ykkar því sem þið lærðuð.

Skráið hughrif ykkar

Hin jarðneska þjónusta Móse hófst á fjalli, er Drottinn talaði til hans úr brennandi runna (sjá 2. Mósebók 3:1–10). Henni lauk líka á fjalli yfir 40 árum síðar, er Drottinn leyfði Móse að sjá fyrirheitna landið á Nebófjalli (sjá 5. Mósebók 34:1–4). Móse hafði varið lífi sínu við að búa Ísraelsmenn undir komu þeirra til fyrirheitna landsins og í 5. Mósebók eru síðustu fyrirmæli hans, áminningar, hvatningar og fyrirbænir til Ísraelsmanna. Lestur þessa texta gerir ljóst að raunverulegt viðfangsefni þjónustu Móse – hinn nauðsynlegi undirbúningur fólksins – snerist ekki um að komast af í eyðimörkinni, sigra þjóðir eða byggja samfélag. Hún snerist um að kenna þeim að elska Guð, hlýða og sýna honum hollustu. Það er sá undirbúningur sem við öll þurfum til að komast í fyrirheitna land hins eilífa lífs. Þótt Móse hafði aldrei stigið fæti á „[landið sem flaut] í mjólk og hunangi“ (2. Mósebók 3:8), þá komst hann í fyrirheitna landið sem Guð hefur fyrirbúið öllum þeim sem fylgja honum, vegna trúar sinnar og staðfestu.

Til að fá yfirlit 5. Mósebókar, sjá þá „Devteronomium (Fimmta Mósebók)“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

5. Mósebók 6:4–7; 8:2–5, 11–17; 29:17–19; 30:6–10, 15–20

Drottinn vill að ég elski hann af öllu hjarta.

Í síðustu kennslu sinni til Ísraelsmanna brýndi Móse fyrir þeim: „Þessi fjörutíu ár hefur Drottinn, Guð [ykkar], verið með [ykkur] og [ykkur] ekki skort neitt,“ jafnvel í eyðimörkinni (5. Mósebók 2:7). Þegar Ísraelsmenn héldu nú innreið sína í fyrirheitna landið, sem gæfi þeim „land með stórum og fögrum borgum sem [þeir byggðu] ekki, með húsum fullum af alls kyns góðum hlutum sem [þeir söfnuðu] ekki“ (5. Mósebók 6:10–11), þá óttaðist Móse að þeir myndu herða hjörtu sín og gleyma Drottni.

Íhugið ástand ykkar eigins hjarta, er þið lesið leiðsögn Móse. Þið gætuð viljað einblína á eftirtalin vers og skrifa hughrif ykkar.

Hvað getið þið gert til að herða ekki hjarta ykkar og elska Drottin af öllu hjarta? Hvaða samband sjáið þið á milli 5. Mósebókar 6:5–6 og Matteusar 22:35–40? (sjá einnig 3. Mósebók 19:18).

Sjá einnig Dieter F. Uchtdorf, „Löngunin að komast heim,“ aðalráðstefna, október 2017.

5. Mósebók 6:4–12, 20–25

„Gæt þess […] að þú gleymir ekki Drottni.“

Margir meðal þeirrar kynslóðar Ísraelsmanna sem voru við það að komast í fyrirheitna landið höfðu ekki orðið vitni að plágunum í Egyptalandi eða farið yfir Rauðahafið. Móse var ljóst að þeir – og komandi kynslóðir – þyrftu að hafa kraftaverk og lögmál Guðs hugföst, til að geta talist þjóð Guðs áfram.

Hvaða leiðsögn veitir Móse í 5. Mósebók 6:4–12, 20–25 sem gæti hjálpað ykkur að minnast alls þess dásamlega sem Guð hefur gert fyrir ykkur? Hvað eruð þið hvött til að gera til að orð Drottins verði ykkur „hugföst“ dag hvern? (vers 6).

Hvernig munuð þið yfirfæra trú ykkar á kynslóðir framtíðar?

Sjá einnig 5. Mósebók 11:18–21; Gerrit W. Gong, „Hafa hann ávallt í huga,“ aðalráðstefna, apríl 2016; Bible Dictionary, „Frontlets or phylacteries.“

5. Mósebók 15:1–15

Að hjálpa hinum þurfandi, krefst örlátra handa og viljugs hjarta.

Í 5. Mósebók 15:1–15 er að finna leiðsögn um að hjálpa fátækum og þurfandi, þar með talið breytni sem ekki á við um okkar tíma. Gætið þó að því hvað þessi vers kenna um ástæðu þess að okkur ber að hjálpa fátækum og þurfandi og af hverju viðhorf okkar til þess er Drottni mikilvægt. Hvað finnst ykkur að Drottinn vilji að þið lærið af þessum versum um að þjóna öðrum?

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Annað æðsta boðorðið,“ aðalráðstefna, október 2019.

5. Mósebók 18:15–19

Jesús Kristur er sá spámaður sem vekja átti upp líkt og Móse.

Pétur, Nefí, Moróní og frelsarinn sjálfur vitnuðu allir í spádóminn í 5. Mósebók 18:15–19 (sjá Postulasagan 3:20–23; 1. Nefí 22:20–21; Joseph Smith – Saga 1:40; 3. Nefí 20:23). Hvað lærum við um frelsarann af þessum versum? Hvernig er frelsarinn líkur Móse? (5. Mósebók 18:15).

Ljósmynd
Jesús krýpur og heldur við mann

Jesús Kristur er spámaður eins og Móse.

5. Mósebók 34:5–8

Hvað kom fyrir Móse?

Þótt sagt sé í 5. Mósebók 34:5–8 að Móse hafi dáið, þá ríkir sá skilningur á síðari dögum að hann hafi ummyndast eða breyst, svo hann myndi ekki þjást eða deyja fram að upprisu sinni (sjá Alma 45:18–19; Leiðarvísir að ritningunum, „Móse“; Leiðarvísir að ritningunum, „Umbreyttar verur,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Nauðsynlegt var að Móse ummyndaðist, því hann þurfti að hafa líkama til að geta veitt Pétri, Jakobi og Jóhannesi prestdæmislykla á fjalli ummyndunar (sjá Matteus 17:1–13).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

5. Mósebók 6:10–15.Þessi vers gætu hvatt fjölskyldumeðlimi ykkar til að íhuga á hvaða hátt fjölskylda ykkar hefur verið blessuð. Hvernig getum við fylgt þessari leiðsögn: „Gæt þess […] að þú gleymir ekki Drottni“? (5. Mósebók 6:12). Þið gætuð viljað skrá tilfinningar um blessanir ykkar, ef til vill í dagbók eða í FamilySearch.

5. Mósebók 6:13, 16; 8:3.Þessi vers hjálpuðu frelsaranum á mikilvægri stund í lífi hans; lesið saman Matteus 4:1–10 til að sjá hvernig. Hvaða ritningarvers hafa hjálpað okkur á tíma neyðar?

5. Mósebók 7:6–9.Gerið eitthvað sem fær fjölskyldumeðlimi ykkar til að finnast þeir sérstakir, eins og að búa til eftirlætis matarrétt. Þið gætuð síðan lesið 5. Mósebók 7:6–9 og rætt hvað þið teljið felast í því að vera „eignarlýður“ (vers 6) Drottins.

5. Mósebók 29:11–12.Að ræða um 5. Mósebók 29:11–12, veitir fjölskyldu ykkar tækifæri til að ræða sáttmálana sem þau munu gera eða hafa gert við himneskan föður. Hvað felst í því að vera fólk Guðs? Hvernig verðum við hans lýður fyrir tilstilli sáttmála okkar? (sjá vers 12).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Guðspjöllin gjarnan les ég,“ Barnasöngbókin, 72.

Bæta persónulegt nám

Leitið eigin andlegs skilnings. Í þessum lexíudrögum eru tillögur um vers og reglur sem læra má, en látið það ekki takmarka námið. Í námi ykkar gætuð þið lært um reglur sem ekki er getið um hér. Látið andann leiða ykkur til þess sem þið þurfið að læra.

Ljósmynd
Móse á fjalli

Drottinn sýndi honum allt landið, eftir Walter Rane

Prenta