2022
Öðruvísi en ekki ein
September/Október 2022


Öðruvísi en ekki ein

Stundum var einmanalegt að vera eini meðlimur kirkjunnar.

Ljósmynd
boy talking to girl in class

Brrrrring! Bjallan hringdi í síðustu kennslustund dagsins. Megan var nú á miðstigi í grunnskóla og fór því í mismunandi kennslustundir yfir daginn. Það var líka mikið að læra. Megan var fegin að síðasta kennslustundin hennar væri ætluð fyrir lærdómstíma. Það þýddi að hún gæti byrjað á heimavinnunni.

Megan settist við autt borð. Drengur að nafni Bennett gekk að henni.

„Hæ, Megan, þú ert mormóni, ekki satt?“

„Ég er meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu,“ sagði Megan.

„Þú heldur þá að Joseph Smith hafi skrifað Mormónsbók eða hvað, ekki satt? spurði Bennett.

Megan fór snöggvast með hljóða bæn til að vita hvernig ætti að svara. „Hann þýddi Mormónsbók,“ sagði hún. „Guð kallaði hann sem spámann til að hjálpa við að endurheimta kirkju Krists.“

Bennett fitjaði upp á nefið. „Það er geggjað,“ sagði hann. Hann hló og gekk í burtu.

Megan hitnaði í framan. Hún starði niður fyrir sig á bókina sína.

„Hæ, Megan.“

Hvað nú? Megan leit upp. „Ó. Hæ, Taj.“

„Afsakaðu þetta með Bennett,“ sagði Taj. Hann settist niður á móti henni. „Það sem þú sagðir virtist þér mikilvægt.“

„Takk fyrir,“ sagði Megan. „Það er það.“

„Ég held ég viti hvernig þér líður,“ sagði Taj. „Ég er eini hindúinn í skólanum. Það er erfitt þegar fólk reynir ekki að skilja trú þína.“

Megan fannst hún stundum einmana, sem eini meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í skólanum. Henni hafði þó aldrei dottið í hug að öðrum krökkum gæti líka liðið svona.

„Foreldrar mínir segja að þegar einhver sé vondur sé það vegna þess að þeir séu ekki hamingjusamir hið innra,“ sagði Megan. Hún sneri blýanti um fingur sér. „Ég velti því fyrir mér hvort Bennett sé leiður. Kannski einmanna.“

Taj hallaði undir flatt. „Ég er viss um að þú hafir rétt fyrir þér. Kannski þarf hann vin.“

Megan brosti. „Kannski þarf hann tvo vini!“

Daginn eftir á lærdóms-tíma, sáu Megan og Taj Bennett sitja einn við borð.

„Hæ, Bennett,“ sagði Taj.

Bennett virtist undrandi. „Hæ!“

„Við hvað ertu að vinna?“ spurði Megan og settist í stól.

„Sögu.“

„Fyrir skyndiprófið á morgun?“ Taj settist líka niður.

„Já,“ sagði Bennett.

„Það er margt sem þarf að leggja á minnið,“ sagði Taj. Bennett kinkaði kolli.

„Kannski gætum við spurt hvert annað út úr. Megan opnaði sögubókina sína. Þau skiptust á að spyrja og svara spurningum þar til bjallan hringdi.

Ljósmynd
three kids talking in class

„Hei, Megan, mér þykir þetta leitt með gærdaginn,“ sagði Bennett þegar þau stóðu upp til að fara. „Ég heyrði eitthvað um kirkjuna þína og var forvitinn. Hann steig til skiptis í fæturna. „Ég trúi öðru, en ég hefði átt að vera vingjarnlegri.

Megan brosti. „Takk. Kirkjan mín er mér mikilvæg, en það er í lagi ef við trúum mismunandi hlutum.“

„Ég held að við séum góður námshópur, jafnvel þótt við höfum mismunandi trú,“ sagði Taj.

Bennett brosti. „Ég líka. Ég held að við munum standa okkur frábærlega í þessu skyndiprófi.“

Myndskreyting eftir Mark Robison

Prenta