2022
Illgresi og slæm orð
September/Október 2022


Illgresi og slæm orð

„Af hverju strengjum við ekki fjölskylduheit? spurði mamma.

mom and boy weeding together

„Getum við talað saman?“ spurði Jonas mömmu. Hann settist í grasið hjá henni þar sem hún var að tína illgresi úr blómabeðinu.

„Auðvitð. Hvað er málið?“ spurði mamma. Hún fór úr skítugum garðhönskunum.

„Í dag í skólanum voru nokkrir krakkar að segja orð sem ég þekkti ekki. Þeir hlógu þegar þeir sögðu það,“ sagði Jonas. „Mér finnst þetta vera slæmt orð.“

„Hvernig leið þér þegar þú heyrðir orðið?“

„Það fékk mig ekki til að líða vel.“

Jonas hvíslaði orðinu að mömmu. Hún sagði honum merkingu þess. Jonas hafði á réttu að standa. Það var ekki fallegt orð.

„Af hverju er það slæmt?“ spurði hann.

„Það er slæmt af því að það er óvingjarnlegt og virðingarlaust. Þegar við notum svona orð gerir það heilögum anda erfitt fyrir að vera með okkur. Heilagur andi var að segja þér að það væri slæmt. Þess vegna leið þér ekki vel innra með þér.“

Jonas kinkaði kolli. „En hinir krakkarnir virtust skemmta sér vel. Af hverju var ég sá eini sem fannst það óþægilegt?“

„Hvernig veistu að hinum krökkunum leið ekki eins?“ spurði mamma.

„Vegna þess að allir hlógu og brostu þegar einhver sagði orðið. Jonas var ringlaður.

„Stundum hlær eða brosir fólk þegar því líður óþægilega,“ sagði mamma. „Stundum þegar það heyrir eða segir slæm orð oft, þá truflar það ekki lengur. Það er þó samt ekki rétt að segja þessi orð. Þetta er svona eins og þetta illgresi. Ég tíni það í burtu til að halda garðinum hreinum og leyfa góðum plöntum að vaxa.“

„Ég er glaður yfir að hafa ekki sagt orðið,“ sagði Jonas.

„Ég líka,“ sagði mamma. „Ég er stolt af þér. Ég er líka með hugmynd. Af hverju strengjum við ekki fjölskylduheit?“

„Hvernig ?“ spurði Jonas.

„Við skulum lofa að nota góð orð, en ekki slæm orð. Þetta getur verið fjölskyldusáttmáli.“

Jonas fannst þetta góð hugmynd. Hann og mamma tókust í hendur. Jonas leið vel með heitið sem hann strengdi með mömmu.

„Hvernig væri að þú lofaðir því nú að hjálpa mér að ljúka við illgresið“? spurði mamma. „Þá mun ég lofa þér því að fara með þig í almenningsgarðinn.“

Jonas brosti og tók upp skóflu. „Það er þá fastslegið.“

Jonas leið miklu betur þegar hann aðstoðaði mömmu. Hann vissi að loforð um að nota ekki slæm orð væri góð ákvörðun fyrir fjölskylduna.

Myndskreyting eftir Dan Widdowson