Kveðja frá Mexíkó!
Verið í för með Margo og Paolo er þau ferðast um heiminn, til að læra um börn himnesks föður.
Mexíkó er landi í Norður-Ameríku. Þar búa um 126 milljón manns.
Bragðgott snarl
Guacamole er ídýfa gerð úr avókadó. Fólk borðar það á taco, í salati eða með maísflögum. ¡Delicioso!
Samkomur
Þetta er kirkjubygging í Mexíkó. Í Mexíkó eru næstum 1,5 milljónir kirkjumeðlima – næstflestir allra landa í heiminum!
Baile Folklórico (þjóðdans)
Margir landshlutar í Mexíkó hafa eigin stíl hvað varðar tónlist, dans og fatnað. Þessi stelpa er í alþýðukjól frá Chiapas.
Fornmenning
Í Mexíkó eru margar byggingar sem gerðar eru af fornum íbúum. Á hverju ári heimsækja milljónir manna þennan Maya pýramída í Chichen Itza í Yucatán-fylki.
Mörg musteri
Í Mexíkó eru 13 vígð musteri og fleiri á leiðinni. Þessi drengur heimsótti musterið í Veracruz.