Ég get spilað það
Hann er þar
Með bjartsýni [fjórðapartsnóta] = 72
1. Ertu stundum einmana,
algjörlega aflvana,
allt er ofviða?
Angist mikla upplifir,
áhyggjurnar allt yfir,
dagar erfiðir?
Hljóðlát rödd þá hjarta berst og minnir á að:
Viðlag: Guð er þar, sterkari‘ en sérhver þraut hér.
Hann er þar, heyrir þitt bænakver.
Hann þinn eflir andans þrótt,
fyllir þig kærleik sínum skjótt.
Hann æ er þar og kemur til þín fljótt.
2. Hugleiðir þú stöðugt hér
hvaða augum Faðir sér
hvernig líf þitt er?
Sólu bjartar brosir hann,
börnum sínum öllum ann,
blessa alla kann.
Lát því huggast þegar hljóða röddin segir:
Viðlag 2: Guð er þar, sterkari‘ en sérhver þraut hér.
Hann er þar, þig á jörðu sér.
Hann þig huggar dimma nótt,
hvetur þig til að iðrast skjótt.
Hann æ er þar og kemur til þín fljótt.
Haltu áfram að reyna,
að biðja,‘ ekki gleyma:
Guð elskar þig og hann til staðar er.