Sögur úr ritningunum
Jesaja kennir um Jesú Krist
Jesaja var spámaður. Hann lifði áður en Jesús Kristur fæddist. Hann vissi þó að Jesús myndi koma.
Jesaja sagði að Jesús myndi fæðast sem sonur Guðs. Jesús myndi hjálpa og lækna aðra.
Jesaja sagði líka að Jesús myndi koma til jarðar. Hann yrði nefndur Friðarhöfðinginn. Hann myndi gefa líf sitt fyrir okkur, vegna þess að hann elskar okkur svo mikið.
Það sem Jesaja kenndi gerðist. Mörgum árum síðar kom Jesús til jarðar. Hann vísaði okkur veginn. Hann dó og lifði aftur. Hann lifir í dag!
Ég get lært um Jesú Krist. Þegar ég minnist þess sem hann hefur gert fyrir mig, get ég fundið frið og von!