Hjálparhendur um allan heim
Kynnist Jarom frá Mexíkó
Kynnist Barnafélagsbörnum sem hjálpa öðrum eins og Jesús gerði.
Allt um Jarom
Aldur: 10 ára
Frá: Mexíkóborg Mexíkó
Tungumál: Spænska
Markmið og draumar: 1) Verða dýralæknir eða sálfræðingur. 2) Teikna fallegar myndir. 3) Koma fram við aðra af virðingu og góðvild.
Fjölskylda: Jarom, mamma, pabbi, tveir bræður
Hjálpandi hendur Jaroms
Jarom á þrjá litla hunda. Eitt af verkum hans er að gefa þeim að borða á hverjum degi. Honum þykir mjög vænt um þá. Jarom er líka góður hlustandi og trúboði. Þegar hann frétti að afi vinar hans hafi dáið hringdi Jarom í vin sinn. Jarom hlustaði á hann. Hann huggaði hann líka og sagði honum frá áætlun himnesks föður fyrir okkur.
Jarom vill að vinir hans séu hamingjusamir. Hann talar oft við þá um kirkjuna og býður þeim á samkomur og viðburði. „Þegar þú biðst fyrir, mundu þá eftir vinum þínum og fjölskyldu,“ segir Jarom. „Spurðu hvernig þú getur hjálpað þeim.“
Það sem er í uppáhaldi Jaroms
Staðir: Garðurinn og kapellan
Sögur um Jesú: Þegar hann hjálpaði blindum manni og þegar hann reis upp.
Barnasöngur: „Þegar ég skírist“ (Barnasöngbókin, 53)
Matur: Pozole-súpa, franskar og kleinuhringir
Litir: Blár og fjólublár
Fag í skóla: Saga og landafræði