Laugardagsmorgunn
Allt mun fara vel vegna musterissáttmála
Útdráttur
Bræður og systur, ég ber ykkur auðmjúklega vitni um að þegar við sækjum musterið heim, getur vaknað minning um eilíft eðli anda okkar, samband okkar við föðurinn og guðlegan son hans og endanlega þrá til að snúa aftur til okkar himnesku heimkynna. …
Undir innblásinni stjórnun Nelsons forseta, hefur Drottinn hraðað og mun halda áfram að hraða byggingu mustera um allan heim. Þetta gerir öllum börnum Guðs mögulegt að taka á móti helgiathöfnum sáluhjálpar og upphafningar og að gera og halda helga sáttmála. …
Tíð þátttaka í helgiathöfnum musterisins, getur skapað lífsmynstur að hollustu við Drottin. Þegar þið haldið musterissáttmála ykkar og hafið þá hugfasta, bjóðið þið heilögum anda að bæði styrkja ykkur og hreinsa. …
Það er í gegnum innsiglunarsáttmálana í musterinu sem við getum tekið á móti fullvissunni um ástkær fjölskyldusambönd, sem ná út fyrir dauða og vara eilíflega. Að heiðra hjónabands- og fjölskyldusáttmála sem gerðir eru í musterum Guðs, mun veita vernd frá illsku sjálfselsku og drambsemi. …
Raunir, áskoranir og sorgir munu vissulega verða á vegi okkar allra. Ekkert okkar er ónæmt fyrir „[fleinum] í holdinu“ [sjá 2. Korintubréf 12:7–10]. Þegar við förum í musterið og minnumst sáttmála okkar, getum við þó búið okkur undir að hljóta persónulega leiðsögn frá Drottni. …
Kæru bræður og systur, ég ber vitni um að ekkert er mikilvægara en að heiðra þá sáttmála sem þið hafið gert eða getið gert í musterinu.