Til styrktar ungmennum
Íklæðist Drottni Jesú Kristi
Maí 2024


Laugardagsmorgunn

Íklæðist Drottni Jesú Kristi

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Faðir okkar þráir innilegra samband við alla syni sína og dætur, en það er okkar val. Þegar við ákveðum að koma nær honum gegnum sáttmálssamband leyfir það honum að koma nær okkur og blessa okkur enn ríkulegar.

… Jesús Kristur er þungamiðja allra sáttmála sem við gerum og sáttmálsblessanir eru mögulegar vegna friðþægingarfórnar hans.

Skírn með niðurdýfingu er hið táknræna hlið sem gerir okkur mögulegt að ganga í sáttmálssamband við Guð. Að fara ofan í vatnið og rísa upp aftur, er táknrænt fyrir dauða frelsarans og upprisu til nýs lífs. … Í Nýja testamentinu lesum við: „Þið öll, sem eruð skírð til samfélags við Krist, hafið íklæðst Kristi“ [Galatabréfið 3:27]. …

Helgiathöfn sakramentisins vísar líka til frelsarans. Brauðið og vatnið eru táknræn fyrir hold Krists og blóðið sem hann úthellti fyrir okkur. … Þegar við etum og drekkum táknin um hold hans og blóð, verður Kristur hluti af okkur á táknrænan hátt [sjá Jóhannes 6:56]. …

Þegar við gerum sáttmála við Guð í húsi Drottins, dýpkum við samband okkar við hann enn frekar. Allt sem við gerum í musterinu, vísar til áætlunar föðurins fyrir okkur, en þungamiðja hennar er frelsarinn og friðþægingarfórn hans. …

Musterisklæði okkar minna okkur á að frelsarinn og blessanir friðþægingar hans skýla okkur alla okkar ævi. Þegar við íklæðumst klæðum hins heilaga prestdæmis hvern dag, verður þetta fallega tákn hluti af okkur sjálfum. …

Ég ber vitni um að hinar miklu blessanir þessa sáttmálssambands eru vel gjaldsins virði.

Prenta