Laugardagssíðdegi
Til stuðnings hinni rísandi kynslóð
Útdráttur
Öll deildin verður blessuð og efld er meðlimir einblína á hina upprísandi kynslóð. …
Ungmennin munu kynnast mynstri opinberunar er þau starfa með okkur í því ferli að leita og bregðast við hugboðum um að þjóna öðrum. Þegar unga fólkið leitar til Drottins eftir þessari innblásnu leiðsögn, mun samband þeirra og traust við hann styrkjast.
Við tjáum ungmennunum traust okkar með því að bjóða stuðning og leiðsögn, án þess að taka yfir. Þegar við stígum til baka og leyfum ungmennunum að læra með því að ráðgast saman, velja innblásna stefnu og hrinda áætlun sinni í framkvæmd, munu þau upplifa sanna gleði og vöxt. …
Ungmenni okkar vekja okkur undrun með hugrekki sínu, trú og getu. Þegar þau velja að vera fullgildir lærisveinar Jesú Krists, mun fagnaðarerindi hans rist í hjörtu þeirra. Að fylgja honum, verður hluti af því hver þau eru, ekki bara hvað þau gera. …
Ungmennin í dag eru meðal göfugustu anda himnesks föður. Þau voru meðal dyggustu verndara sannleika og sjálfræðis í fortilverunni. Þau fæddust á þessum dögum til að safna saman Ísrael með máttugu vitni sínu um Drottin Jesú Krist. Hann þekkir hvert þeirra og hina miklu möguleika þeirra. Hann er þolinmóður þegar þau vaxa. Hann mun endurleysa þau og vernda. Hann mun lækna þau og leiða.