Til styrktar ungmennum
„Haldið ró yðar og vitið að ég er Guð“
Maí 2024


Laugardagssíðdegi

„Haldið ró yðar og vitið að ég er Guð“

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF skjali

Í hvert sinn sem við tökum trúfastlega á móti, ígrundum, höfum hugfasta og endurnýjum helga sáttmála, eru andlegir akkerispinnar okkar tryggilega fastir við „bjargið“ Jesú Krist.

… Þar sem undirstaða lífs okkar er byggð á frelsaranum, erum við blessuð til að „halda ró“ – að hafa andlega fullvissu um að Guð sé faðir okkar á himnum, að við séum börn hans og að Jesús Kristur sé frelsari okkar. …

Hvíldardagurinn er til að mynda dagur Guðs, helg stund til að minnast og tilbiðja föðurinn í nafni sonar hans, til að taka þátt í helgiathöfnum prestdæmisins og til að meðtaka og endurnýja helga sáttmála. …

„Hús bænarinnar“ sem við komum saman í á hvíldardegi eru samkomuhús og önnur viðurkennd húsakynni – heilagir staðir lotningar, tilbeiðslu og lærdóms. …

Musterið er annar heilagur staður, einkum ætlaður til að tilbiðja og þjóna Guði og læra eilífan sannleika. …

Heimili okkar ættu að vera hin endanlega samsetning bæði helgra stunda og heilags staðar, þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta haldið „ró“ og vitað að Guð er faðir okkar á himnum, að við erum börn hans og að Jesús Kristur er frelsari okkar. …

Ég lofa, er við byggjum undirstöðu lífs okkar á „bjargi“ Jesú Krists, þá fáum við notið blessunar heilags anda, til að hljóta persónulega og andlega ró sálarinnar, sem gerir okkur mögulegt að vita og hafa hugfast að Guð er faðir okkar á himnum, að við erum börn hans, að Jesús Kristur er frelsari okkar og að við getum líka verið blessuð til að takast á við og sigrast á erfiðleikum.

Prenta