Laugardagssíðdegi
Allt okkur til velfarnaðar
Útdráttur
Við vitum … að í þessum heimi andstreymis, „samverkar allt til góðs, þeim sem [Guð elskar]“ [Rómverjabréfið 8:28]. …
Undravert loforð! Hughreystandi fullvissa frá sjálfum Guði! …
Að lifa í trú, raunum og fórnum, sem við myndum aldrei velja, getur blessað okkur og aðra á þann hátt sem við fáum vart ímyndað okkur.
Við eflum trú og traust á Drottin, á að allt geti samverkað okkur til góðs, er við öðlumst eilífa yfirsýn; skiljum að raunir okkar hverfi „innan skamms“; viðurkennum að þrengingar geti helgast okkur til farsældar; viðurkennum að slys, ótímabær dauði, lamandi sjúkdómar og veikindi séu hluti af jarðlífinu; og treystum að kærleiksríkur himneskur faðir veiti ekki þrengingar til að refsa eða dæma. …
Hlutirnir samverka til góðs þegar við þjónum eins og Jesús Kristur myndi gera.
Faðir sem hafði verið falið að vera hirðisþjónustufélagi sonar síns sem var á kennaraaldri sagði: „Þjónusta er þegar við förum frá því að vera nágrannar sem gefum kökur í það að vera traustir vinir, fyrstu andlegu viðbragðaðilar.“ Sáttmálsaðild í Jesú Kristi huggar, tengir og helgar. …
Mormónsbók er sönnun í hendi okkar um að Jesús er Kristur og að Guð uppfyllir spádóma sína. …
Eftir því sem musterin verða nær okkur og á fleiri stöðum, verður musterisfórn okkar sú að leita oftar eftir heilagleika í húsi Drottins. …
Um tíma og eilífð er tilgangur sköpunar og eðli Guðs sjálfs að sameina allt okkur til velfarnaðar.
Þetta er eilífur tilgangur Drottins. Það er eilíf yfirsýn hans. Þetta er hans eilífa loforð. …
Komið til Guðs föður okkar og Jesú Krists. Treystið að þeir lifa, elska ykkur og vilja allt ykkur til velfarnaðar.