Til styrktar ungmennum
Vitnisburðurinn um Jesú
Maí 2024


Sunnudagssíðdegi

Vitnisburðurinn um Jesú

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Hvað er vitnisburðurinn um Jesú?

Það er vitnisburður heilags anda um að Jesús sé guðdómlegur sonur Guðs, Messías og lausnarinn. …

Handan við þennan vitnisburð er spurningin: Hvað gerum við í því?

Þeir sem erfa himneska ríkið „veittu“ vitnisburðinum um Jesú viðtöku á fyllsta hátt með því að láta skírast, meðtaka heilagan anda og sigra fyrir trú. …

Hver er merking þess að vera hugdjörf í vitnisburðinum um Jesú?

Að vera hugdjörf í vitnisburðinum um Jesú felur í sér að næra og styrkja þann vitnisburð. Sannir lærisveinar hunsa ekki litlu hlutina sem viðhalda og styrkja vitnisburðinn um Jesú, eins og bænir, ritninganám, að halda hvíldardaginn heilagan og meðtaka sakramentið, iðrast, þjóna og tilbiðja í húsi Drottins. …

Að vera hugdjörf bendir til þess að vera opinskár og að miðla vitnisburði sínum. …

Einn þáttur þess að vera hugdjörf í vitnisburðinum um Jesú er að gefa gaum að sendiboðum hans. …

Að vera hugdjörf í vitnisburðinum um Jesú þýðir að hvetja aðra með orðum og fordæmi að vera líka hugdjörf, einkum þau sem eru í fjölskyldu okkar. …

Einn síðasti þátturinn sem ég vil nefna um að vera hugdjörf í vitnisburðinum um Jesú, er leit okkar sjálfra að persónulegum heilagleika. …

Ég býð ykkur að bregðast við núna til að tryggja stöðu ykkar sem einstaklingur sem er hugdjarfur í vitnisburðinum um Jesú.

Prenta