„Styrkur hetjanna,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2024.
Styrkur úr ritningunum
Styrkur hetjanna
Hetjur Mormónsbókar þurftu einnig styrk og Jesús Kristur var uppspretta hans. Hvernig getið þið nálgast styrk hans eins og þessar hetjur gerðu?
Nefí: Opinberun (1.–2. Nefí)
Það getur verið erfitt að yfirgefa heimili sitt, glíma við fjölskylduerfiðleika og standa frammi fyrir hinu óþekkta. En þegar Nefí trúði á Drottin, lærði hann að leita opinberunar og treysta því að Drottinn leiddi sig.
Alma og synir Mósía: Iðrun (Mósía 27–28; Alma 36)
Það þarf styrk til að iðrast og viðurkenna að maður hafði rangt fyrir sér. Eftir að þessi vinahópur fékk kraftmikla köllun til iðrunar, sneri hann sér til Jesú Krists og fann mikinn styrk. Vinirnir sýndu hugrekki, yfirgáfu gamla lífið, þjónuðu Drottni í trú og hjálpuðu öðrum að gera hið sama. Þeir fundu mikla gleði.
Ungliðarnir: Berjast í orrustum lífsins (Alma 53; 56–57)
Lífið inniheldur ýmiss konar orrustur. Þegar þessir piltar voru í orrustu, höfðu þeir það í huga sem mæður þeirra kenndu þeim um fagnaðarerindið og börðust „með styrk Guðs“ (Alma 56:56).