Til styrktar ungmennum
Hvað ef ég get ekki sagt að ég viti að fagnaðarerindið sé sannleikur?
Júlí 2024


“Hvað ef ég get ekki sagt að ég viti að fagnaðarerindið sé sannleikur?” Til styrktar ungmennum, júlí 2024.

Kjarni málsins

Hvað ef ég get ekki sagt að ég viti að fagnaðarerindið sé sannleikur?

Ljósmynd
planta vökvuð

Það er í lagi ef ykkur finnst þið ekki geta sagt: „Ég veit.“ Byrjið með því sem þið trúið. Ef þið eruð óviss um það, byrjið þá með því sem ykkur langar til að trúa. „Látið [síðan] undan þessari löngun“ (Alma 32:27) og látið hana leiða ykkur til verka – að biðjast fyrir, læra, iðrast og þjóna. Þegar þið iðkið trú, gefið þá gaum að hugsunum ykkar og tilfinningum. Með tímanum gætuð þið sagt með öryggi: „Ég trúi.“

Trú er dýrmætt orð og enn dýrmætari athöfn og [þið] þurfið aldrei að biðjast afsökunar á því að „aðeins trúa.’”

Leyfið ykkur að þykja vænt um þann sannleika fagnaðarerindisins sem þið hafið trú á. Sýnið trú ykkar í verki. Verið samkvæm trú ykkar. Þegar þið gerið það munið þið hljóta blessun heilags anda. Ykkur getur liðið vel í kirkjunni, sama hvers konar vitnisburð þið hafið. Eins og Dieter F Uchtdorf forseti sagði, sem þá var annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu: „Ég veit ekki til þess að nokkurs staðar á samkomuhúsum okkar sé skilti á hurðinni sem segir: ,Vitnisburður ykkar þarf að vera svona hár til að þið getið fengið inngöngu.’”

Prenta