Til styrktar ungmennum
Skyndipróf og bænir
Júlí 2024


„Skyndipróf og bænir,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2024.

Frá ungmennum

Skyndipróf og bænir

Tayana C., 17 ára, Abidjan, Fílabeinsströndin

Ljósmynd
stúlka

Ljósmyndir: Ebick Ngoma

Ég var nýlega stressuð vegna þess að ég var ekki með þær einkunnir sem ég vildi. Ég hugsaði um það og áttaði mig á því að ég var ekki að fara með bænirnar mínar eða að lesa ritningarnar. Ég ákvað því að lesa ritningarnar og biðjast fyrir á hverjum morgni. Fljótlega fóru einkunnirnar mínar smátt og smátt hækkandi. Það hjálpaði mér virkilega að lesa ritningarnar og biðjast fyrir.

Í annað skipti var skyndipróf í skólanum. Ég var ekkert búinn að læra fyrir það. Það var enginn búinn að læra fyrir það – kennarinn kom okkur á óvart. Allir byrjuðu að svindla á prófinu. Ég ætla ekki að ljúga – mig langaði virkilega til að svindla. En eitthvað sagði mér: „Þú verður að setjast niður og gera þitt besta með það sem þú veist.“ Þetta var mjúk rödd. Ég var stressuð og röddin sefaði hjarta mitt. Ég leit því ekki til vinstri og ég leit ekki til hægri. Ég svaraði því sem vissi. Að lokum var ég sú eina sem fékk háa einkunn. Ég er glöð að hafa hlustað á heilagan anda.

Prenta