„Enginn í skólanum lifir eftir stöðlunum mínum. „Hvernig get ég eignast góða vini þar?“ Til styrktar ungmennum, júlí. 2024.
Spurningar og svör
„Enginn í skólanum lifir eftir stöðlunum mínum. Hvernig get ég eignast góða vini þar?“
„Ræðið um sameiginleg áhugamál. Þið þurfið ekki að deyfa ljósið ykkar. Þið þurfið bara að vera venjulegir unglingar sem tengja við suma skemmtilega hluti sem aðrir unglingar hafa gaman af. Fylgið stöðlum Jesú Krist og gerið skólafélögum ykkar það ljóst hvaða stöðlum þið fylgið.“
Jamie Ann B., 18, Negros Occidental, Filippseyjum
„Finnið fólk í sömu námsgreinum, með svipuð áhugamál eða hæfileika. Það er til frábært fólk af öðrum trúarbrögðum og yndislegt fólk sem aðhyllist engin trúarbrögð. Þau eru öll elskuð börn Guðs. Þegar þið haldið áfram að fylgja stöðlunum ykkar, þrátt fyrir að vinir ykkar geri það ekki, gæti fordæmi ykkar hvatt aðra til að taka betri ákvarðanir.“
Lucy B., 15, Líma, Perú
Verið þolinmóð og hafið opinn huga. Vinátta snýst um gæði en ekki magn og að eiga fáa sanna vini getur gefið meira af sér en að reyna að falla í hópinn hjá fólki sem lifir ekki í samræmi við gildin ykkar.
Adedoyin Alma O., 17, Osun, Nígeríu
„Deilið stöðlunum ykkar með þeim. Ef þau vita hverjir staðlar ykkar eru geta þau borið virðingu fyrir þeim. Þið getið líka boðið vinum úr skólanum í kirkju eða á kirkjuviðburði til að hjálpa þeim að læra meira um hverju þið trúið.“
Melody E., 13 ára, Texas, Bandaríkjunum
„Ég hef lært að hægt sé að finna góða vini með hvatningu og með því að vera maður sjálfur. Stundum kemur fólk til ykkar og stundum verðið þið að leita, en það mun vera fólk sem vill vera góðir vinir og þurfa góðan vin eins og ykkur.“
Katie R, 18, Nebraska, Bandaríkjunum