Til styrktar ungmennum
Tilfinningalegur velferðarpakki
Júlí 2024


„Tilfinningalegur velferðarpakki,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2024.

Lífshjálp

Tilfinningalegur velferðarpakki

Hér eru ráð til að huga að tilfinningalegri heilsu.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Ykkur detta trúlega margar leiðir í hug til að halda líkamanum heilbrigðum þegar hann eldist. Þið vitið að himneskur faðir og Jesús Kristur elska ykkur og vilja að þið hugsið um líkamann ykkar. Að „hugsa um líkamann felur í sér að hugsa um andlega og tilfinningalega heilsu“ (Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum [2022], 29). Hér er nokkuð sem þið getið gert til að hjálpa ykkur að vera líka tilfinningalega heilbrigð!

  • Ljósmynd
    farsími

    Myndskreyting: Emily E. Jones

    Tengist öðrum. Sérstaklega þegar þið eruð döpur eða þegar þið viljið vera ein. Það er allt í lagi stundum, en það er líka mikilvægt að verja tíma með upplyftandi fólki. Einangrun gerir áskoranir alltaf erfiðari.

  • Ljósmynd
    talbólur

    Tjáið tilfinningar ykkar. Æfið ykkur í að vera hreinskilinn um hvernig ykkur líður. Talið um tilfinningar ykkar á ákveðinn hátt. Og í alvöru, það er í lagi að gráta! Hugsið um þá stund þegar Jesús grét (sjá Jóhannes 11:32–35).

  • Ljósmynd
    heili

    Áttið ykkur á því að tilfinningar eru upplýsandi. Jafnvel þó þær geti verið óþægilegar geta þær í sjálfu sér ekki gert ykkur neitt mein. Reynið að bera kennsl á tilfinningar ykkar og skilja hvað þær eru að segja ykkur.

  • Ljósmynd
    penni, blýantur, pensill

    Æfið færni ykkar í að takast á við hluti. Lærið að takast á við tilfinningarnar ykkar á heilbrigðan hátt þegar þið eruð döpur eða í uppnámi. Mörgum finnst til að mynda gagnlegt að fara í göngutúr, hlusta á tónlist, teikna, biðjast fyrir eða skrifa í dagbók.

  • Ljósmynd
    ský

    Leyfið óþægilegum tilfinningum að koma og fara. Dragið djúpt andann og ímyndið ykkur ský sem hreyfast um himinhvolfið eða vatn sem rennur niður á. Viðurkennið hugsanir ykkar og tilfinningar og reynið að leyfa þeim að fljóta í burtu.

  • Ljósmynd
    ritningar

    Haldið áfram að næra andann. Ritningarnar, sálmar, bænir, kirkja – allt þetta hjálpar við að styrkja andann sem hjálpar ykkur að viðhalda heilbrigði.

  • Ljósmynd
    vatnsflaska og skór

    Reynið að viðhalda líkamlegri heilsu. Tilfinningalegt heilbrigði og líkamlegt heilbrigði okkar er tengt. Borða nærandi fæðu, fá nægann svefn og gera æfingar að venju mun hjálpa ykkur að vera tilfinningalega heilbrigðari er þið vaxið.

  • Ljósmynd
    drengur og móðir

    Leitið aðstoðar þegar þörf er á. Stundum þurfa líkamar okkar á faglegri hjálp að halda til að geta verið heilbrigðir. Þessi úrræði eru blessun frá himneskum föður, sem vill hjálpa okkur. Á svipaðan hátt gætum við stundum þurft á hjálp að halda frá læknum og ráðgjöfum til að vera tilfinningalega heilbrigð. Ef ykkur finnst þið hafa verið döpur í langann tíma eða ef þið hafið hugsanir um að skaða ykkur, biðjið þá endilega einhvern fullorðinn um hjálp. Þið þurfið ekki að gera þetta einsömul! Notið allar þær blessanir sem himneskur faðir hefur gert aðgengilegar fyrir ykkur.

Prenta