Að ljós okkar megi vera merki fyrir þjóðirnar
Fagnaðarerindi frelsarans og endurreistrar kirkju hans veitir okkur mörg tækifæri til að láta ljós okkar vera hluti af hinu mikla merki fyrir þjóðirnar.
Fyrir mörgum árum síðan, þegar ég þjónaði sem trúarskólakennari, heyrði ég einn af samstarfsmönnum mínum biðja nemendur sína að íhuga eftirfarandi spurningu: Ef þið hefðuð lifað á tímum frelsarans, af hverju haldið þið að þið hefðuð fylgt honum, sem einn af lærisveinum hans? Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir sem fylgja frelsaranum í dag og keppast við það að vera lærisveinar hans hefðu líklega einnig gert það á hans tíma.
Síðan þá hef ég íhugað þessa spurningu og niðurstöður þeirra. Ég velti því fyrir mér hvernig mér hefði liðið að heyra frelsarann sjálfan segja eftirfarandi á fjallinu:
„Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.
Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.
Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum“ (Matt 5:14–16).
Getið þið ímyndað ykkur hvernig ykkur hefði liðið að heyra rödd frelsarans? Staðreyndin er sú að við þurfum ekki að ímynda okkur það. Það er orðið regluleg upplifun fyrir okkur að heyra rödd Drottins því þegar við heyrum rödd þjóna hans þá er það hið sama.
Árið 1838, þá lýsti Drottinn eftirfarandi yfir í gegnum spámanninn Joseph Smith, svipað þeim boðskap sem hann flutti í fjallræðunni.
„Því að svo mun kirkja mín nefnd á síðustu dögum, já, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Sannlega segi ég yður öllum: Rísið og látið ljós yðar skína, svo að það verði þjóðunum tákn“ (K&S 115:4–5).
Okkar tímar eru svo einstakir að þeir voru jafnvel sýndir spámanninum Jesaja í sýn, hann sá líka og spáði um þessa daga, um endurreisn og tilgang Kirkju Jesú Krists og sagði: „Og hann mun reisa merki fyrir þjóðirnar, heimta saman hina brottreknu menn úr Ísrael og safna saman hinum tvístruðu konum úr Júda frá fjórum höfuðáttum heimsins.“ (Jes 11:12).
Í ritningarlegu samhengi þá er merki eða gunnfáni, fáni sem fólk sameinast í kringum, fyrir sameiginlegan tilgang. Til forna þá þjónaði slíkur fáni sem sameiningartákn fyrir hermenn í bardaga. Á táknrænan hátt þá eru Mormónsbók og endurreist Kirkja Jesú Krists merki fyrir öllum þjóðum. (Sjá Guide to the Scriptures, “Ensign,” scriptures.lds.org.)
Án efa þá er þessi stórkostlega aðalráðstefna ein af stóru merkjum þessara síðari daga, þar sem hið mikla verk og áætlun himnesks föður um að „að gera ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika“(HDP Móse 1:39) er stöðugt boðað.
Það að halda þessar aðalráðstefnur sífellt er vitnisburður um það að við sem Síðari daga heilög „trúum öllu sem Guð hefur opinberað, öllu, sem hann nú opinberar, og vér trúum að hann muni enn opinbera margt stórfenglegt og mikilvægt varðandi Guðs ríki“ (Trúaratriðin 1:9).
Hvað þá, hefur Drottinn opinberað í gegnum Thomas S. Monson forseta, sem við þurfum að halda áfram að gera svo að ljós okkar geti verið merki fyrir þjóðirnar? Hvað eru sumir að þeim mikilvægu hlutum sem þarf að vinna í, á þessari stórkostlegu stundu í að byggja upp Síon og safna saman Ísrael?
Drottinn opinberar okkur ætíð vilja sinn „orð á orð ofan og setning á setning ofan, örlítið hér, örlítið þar“ (2 Ne 28:30). Þar af leiðandi ættum við ekki að vera undrandi yfir því sem virðast vera smáir hlutir, vegna þess hve einfaldir og endurteknir þeir virðast vera, því að Drottinn hefur þegar ráðlagt okkur, sagt okkur að „blessaðir eru þeir sem hlusta á setningar mínar og ljá ráðum mínum eyra, því að þeir munu öðlast visku. Því að þeim sem tekur á móti, mun ég meira gefa“ (2 Ne 28:30).
Ég ber vitni um að með „[orði á orði] ofan og [setningu á setningu] ofan, örlítið hér og örlítið þar,“ og með því að hlusta á ráð leiðtoga okkar, þá munum við hafa olíu á lömpum okkar, sem munu gera okkur kleift að gefa öðrum ljós eins og Drottinn hefur boðið okkur.
Á meðan að það er margt sem við getum gert til að vera ljós og merki fyrir aðra, þá langar mig að leggja áherslu á þetta þrennt, eftirfarandi: að halda hvíldardaginn heilagan, herða á sáluhjálparstarfinu beggja vegna hulunnar og að kenna eins og frelsarinn gerði.
Ljósið sem við erum að tala um kemur frá þeirri tryggð sem við leggjum í tilbeiðsluna á hvíldardaginn, í kirkju jafnt og á heimilum okkar. Það er ljósið sem vex er við höldum okkur óflekkuðum frá heiminum, það er ljósið sem kemur frá því að meðtaka sakramentið á helgum degi hans og frá því að tilbiðja hinn hæsta – allt sem gerir okkur kleift að hafa anda hans ætíð með okkur. Það er ljósið sem vex og verður sýnilegt þegar við snúum aftur heim með tilfinningu fyrirgefningar sem Henry B. Eyring, forseti, talaði um á síðustu aðalráðstefnu, í október, er hann sagði: „Stærsta blessunin af öllum, er tilfinning fyrirgefningar sem við hljótum þegar meðtökum sakramentið. Við munum finna fyrir meiri kærleika og þakklæti gagnvart frelsaranum, hvers óendanleg fórn gerði okkur það mögulegt að hreinsast af synd. („Þakkæti á hvíldardeginum,“ Liahona, nóv. 2016, 100).
Er við höldum hvíldardaginn heilagan og meðtökum sakramentið, þá erum við ekki einungis hreinsuð heldur verður ljós okkar einnig bjartara.
Ljós okkar vex einnig er við tileinkum og helgum tíma í að finna nöfn áa okkar, fara með nöfn þeirra í musterið og kennum fjölskyldu okkar og öðrum að gera slíkt hið sama.
Þetta heilaga musteris- og fjölskylduverk sem við ættum að deila með hinum heilögu beggja vegna hulunnar, færist áfram nú meira en nokkru sinni á meðan verið er að byggja musteri Drottins. Nú þegar musterin eru með sérstaka tíma fyrir fjölskylduhópa sem koma með sín eigin fjölskyldukort, þá höfum við kona mín, átt yndislegar stundir er við höfum þjónað saman í musterinu með börnum okkar og barnabörnum.
Þegar við finnum og förum með nöfn í musterið og kennum öðrum líka hvernig á að fara að, þá lýsum við saman, eins og merki.
Að læra að kenna eins og frelsarinn kenndi er önnur leið til að rísa og skína. Ég fagna með öllum sem eru að læra að kenna eins og frelsarinn. Leyfið mér að lesa frá bókakápunni á nýju kennslubókinni. „Markmið hvers kennara fagnaðarerindisins – hvers foreldris, hvers kennara með formlega köllun, hvers heimilis- og heimsóknarkennara og hvers fylgjanda Krists – er að kenna hreina kenningu fagnaðarerindisins, með andanum, … að hjálpa börnum Guðs að byggja upp trú þeirra á frelsarann og verða líkari honum“ (Teaching in the Savior’s Way [2016]).
Núna halda þúsundir trúfastra kennara uppi ljósinu, um leið og þeir læra að kenna eins og frelsarinn kenndi. Í þessu samhengi þá eru hinir nýju kennararáðsfundir leið til að rísa og skína, er nemendurnir hittast í kringum gunnfána kenninga Krists því að „lykillinn að því að kenna eins og frelsarinn kenndi, er að lifa eins og frelsarinn lifði“ (Teaching in the Savior’s Way, 4).
Er við kennum og lærum á hans hátt og verðum líkari honum, þá skín ljós okkar bjartar og getur ekki verið falið og verður sem merki fyrir þá sem leita að ljósi frelsarans.
Kæru bræður og systur, við ættum ekki og megum ekki fela ljós okkar. Frelsari okkar, bauð okkur að láta ljós okkar skína eins og borg á fjalli eða eins og ljós á ljósastiku. Er við gerum svo munum við vegsama föðurinn á himnum. Fagnaðarerindi frelsarans og endurreistrar kirkju hans veitir okkur mörg tækifæri til að láta ljós okkar vera hluti af hinu mikla merki fyrir þjóðirnar.
Ég ber vitni um að Jesús Kristur er ljósið sem við verðum að endurspegla, í nafni Jesú Krists, amen.