2022
Nýtt andlegt upphaf
Janúar/Febrúar 2022


Boðskapur svæðisleiðtoga

A New Spiritual Beginning

Eftir upprisu sína, heimsótti frelsarinn postula sína og kenndi þeim. Í fjörutíu daga sýndi hann sig og kenndi þeim um ríki Guðs. Þeir hljóta að hafa átt dásamlegan tíma saman. Á þessum tíma sagði hann þeim líka að yfirgefa ekki Jerúsalem og bíða þess að þeim yrði gefinn kraftur frá upphæðum. Hann hafði lofað þeim að þeir yrðu brátt skírðir með heilögum anda. Hve þeir hljóta að hafa verið eftirvæntingafullir. Þeir hljóta að hafa hlakkað afar mikið til þessa atburðar, sem átti brátt að gerast.

Eftir að Jesús hafði blessað hópinn og horfið á braut, snéru postularnir til Jerúsalem fylltir mikilli gleði og vörðu miklum biðtíma í musterinu. Það var dásamleg leið til að búa sig andlega undir komandi skírn með heilögum anda og atburðina sem á eftir komu.

Postularnir þurftu aðeins að bíða fram að þakkargjörðarhátið gyðinga, sem kallaðist hvítasunnan, sem var 50 dögum eftir páskahátíð gyðinga. Þar sem þeir voru samankomnir heyrðist hljóð, líkt og í sterkum vindi, sem fyllti húsið. „Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra.“ Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala tungum.

Þessi úthelling heilags anda var hinum fyrstu heilögu andlegt upphaf. Skömmu síðar voru margar sálir skírðar og postularnir gerðu mörg kraftaverk. Hinir nýju heilögu lifðu saman í samlyndi, hjálpuðu hinum nauðþurftu og fór oft í musterið.

Í sögu hinnar endurreistu kirkju höfum við oft orðið vitni að úthellingu heilags anda, sem hefur styrkt hina heilögu. Margir meðlimir hafa upplifað dásamlega andlega hluti í tengslum við vígslu mustera. Þekktasta og sérstakasta andlega úthellingin átti sér stað þegar Kirtland-musterið var vígt árið 1836. Fyrir vígslu þess höfðu meðlimir fært miklar fórnir með því að gefa af tíma sínum og fé til að byggja þetta sérstaka fyrsta musteri, sem enn stendur. Hinir heilögu voru líka beðnir að undirbúa sig andlega fyrir vígsluna.

Ég naut þeirrar ánægju að upplifa vígslu musterisins í Kaupmannahöfn árið 2004. Fyrir vígsluna tók ég – ásamt mörgum meðlimum – þátt í öllum verklegum verkum í tengslum við opið hús fyrir þúsundir gesta. Allur undirbúningur og upphefjandi reynsla í tengslum við gestina fyrir vígsluna, gerði vígsluna sjálfa að sérstökum atburði, sem hafði áhrif á meðlimi og hvatti þá til að koma oft í musterið til að þjóna og skynja andann.

Eftir að hafa upplifað að fyllast heilögum anda, er dæmigerð niðurstaða oft sú að þrá vaknar til endurnýjaðrar skuldbindingar um að lifa nær Drottni. Svo og getur sterkari skuldbinding og hvatning til að gera gott og hjálpa öðrum fylgt í kjölfarið. Kannski jafnvel sterkari elska og þolinmæði gagnvart öðrum.

Sem betur fer er ekki nauðsynlegt að bíða eftir stórum atburðum eins og vígslu musteris, heimsókn postula, sérstökum ráðstefnum o.s.frv. til að upplifa úthellingu heilags anda og finna andlega endurnýjun. Mín persónulega reynsla er sú að ég get fundið nýtt andlegt upphaf vikulega á kirkjusamkomum og við móttöku sakramentis, þegar ég hef varið vikunni í að læra ritningarnar – oft með kennslubókinni Kom, fylg mér – og við að þjóna öðrum.

Ég er mjög lánsamur að búa nálægt musteri og að koma þangað minnir mig á raunverulegan tilgang lífsins og setur hlutina í samhengi. Ég bý kannski ekki yfir sömu upplifunum og hinir heilögu urðu fyrir í vígslunni í Kirtland, en hinn sérstaki andi sem er fyrir hendi í musterinu hjálpar mér líka að vera andlega innstilltur til að finna fyrir nærveru heilags anda – rétt eins og hinir fyrstu heilögu gerðu fyrir hvítasunnudaginn.