22. Kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Manchester, New York, 16. apríl 1830. Þessi opinberun var gefin kirkjunni vegna nokkurra, sem áður höfðu verið skírðir og óskuðu að sameinast kirkjunni án endurskírnar.
1, Skírn er nýr og ævarandi sáttmáli; 2–4, Krafist er fullgildrar skírnar.
1 Sjá, ég segi yður, að alla gamla sáttmála hef ég að engu gjört í þessu máli, og þetta er nýr og ævarandi sáttmáli, einmitt sá sem var frá upphafi.
2 Þó að maðurinn þess vegna væri skírður hundrað sinnum, gagnaði það honum ekkert, því að þér getið ekki gengið inn um hið þrönga hlið eftir lögmáli Móse, né eftir dauðum verkum yðar.
3 Því að það er vegna dauðra verka yðar, að ég hef látið reisa mér þennan síðasta sáttmála og þessa kirkju, alveg eins og til forna.
4 Gangið því inn um hliðið, eins og ég hef boðið, og leitist ekki við að gefa Guði yðar ráð. Amen.