2021
Jól á Malí
Nóvember/Desember 2021


Jól á Malí

Höfundur býr í Texas, Bandaríkjunum.

Judith gat ekki beðið þess að halda upp á fæðingu Jesú með grein sinni.

„Englakór frá himnahöll hljómar yfir víða jörð“ (Sálmar, nr. 77).

Ljósmynd
Church members in Mali singing together

Það var jóladagur. Judith raulaði er hún gekk til kirkjubyggingarinnar. Hún og systkini hennar voru að fara á jólaskemmtun greinar þeirra.

Esther, systir hennar, brosti. „Er þetta Englakór frá himnahöll?“

„Já! Það er uppáhaldið mitt. Ég vona að við syngjum það í dag.“ Judith brosti.

„Mér þykir vænt um þetta lag!“ bætti Désiré, bróðir hennar, við. Hann söng hátt: „Gloooooría!“

Þau hlógu öll. Judith gat ekki beðið þess að fagna með grein sinni. Það voru ekki margir á Malí sem héldu jólin hátíðleg. Í þessum hluta Afríku vissi fólk ekki mikið um Jesú. Jólin voru þau bara hver annar dagur.

Göturnar voru fullar af fólki. Sölumenn seldu ljósgrænar melónur. Ungir og gamlir báru krúsir af vatni á höfði sér. Ungur drengur leiddi asna sem dró vagn. Judith leit upp á háan, mjóan turn mosku. Það var falleg bygging þar sem margir nágranna þeirra, sem voru múslimar, báðust fyrir.

Ljósmynd
two sisters and brother walking through street in Mali

Judith, Esther og Désiré sóttu áður kirkjuna hans pabba. Síðasta sumar höfðu þau hins vegar gengið í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Nú gengu þau þrjú saman til kirkju í hverri viku. Judith unni því að læra um Jesú í Barnafélaginu.

Að lokum komu þau að veislunni. Flestar fjölskyldurnar í greininni voru þegar komnar. Skjávarpi sýndi jólamyndbönd á vegg kapellunnar. Judith horfði á Joseph leiða Maríu í gegnum Betlehem á asna. Hin erilsömu, rykugu stræti minntu hana á Malí.

Eftir að myndbandinu lauk, kom leigubíll aðvífandi. Líknarfélagsforsetinn, systir Valerie, steig út.

„Ég kom með matinn!“ kallaði hún.

Allir hjálpuðust að við að koma með matinn upp á svalirnar. Þetta var veisla! Kartöflusalat, gulrætur, grænar baunir, skærgul hrísgrjón, steiktur kjúklingur … það var allt gómsætt!

„Þakka þér kærlega fyrir, systir Valerie!“ sagði Judith.

Þá fengu yngstu börnin öll bolta, brúðu eða leikfangabíl. Það voru ekki nægar gjafir til að Judith gæti fengið líka en henni var sama. Það gladdi hana að sjá litlu börnin brosa.

Ljósmynd
Church members in Mali eating dinner together

Veislan endaði á söng. Judith brosti þegar sálmurinn „Englakór frá himnahöll“ var sunginn.

Öll greinin söng saman. Þetta var svo fallegt. Jesús fæddist raunverulega fyrir öllum þessum árum! Judith var svo þakklát fyrir að hún, Désiré og Esther þekktu hann. Hún var einnig svo glöð að fagna fæðingu hans.

Ljósmynd
three siblings standing together in beautiful patterned clothes

Esther, Judith og Désiré fyrir framan kirkjubyggingu sína.

Ljósmynd
Friend, November 2021 Tier 2

Myndskreytingar eftir Steph Marshall.

Prenta