2021
Tilbúin fyrir musterið
Nóvember/Desember 2021


Tilbúin fyrirmusterið

Þessi saga gerðist í Jamaíka.

„Hvernig get ég fengið meðmæli?“ spurði Ajan.

„Gjörið allt verðug“ (Mormón 9:29).

family meeting together at home in Jamaica

Ajan brosti þegar hann heyrði bankað á hurðina. Madda (mamma) hafði boðið þjónandi bróður þeirra til að hjálpa til við sérstakt fjölskyldukvöld.

Hann opnaði dyrnar. „Wah gwaan, bróðir Williams!“ („Hvað er að frétta?“)

Everyting is irie!“ sagði bróðir Williams. („Allt fínt!“) Hann rétti Ajan poka af mangóum úr trénu hans.

Bróðir Williams settist í sófann. Madda bað litlu systur Ajan, Dana, að flytja bæn.

Eftir bænina sagði bróðir Williams: „Ajan verður 12 ára á þessu ári. Veit einhver hvers vegna þetta er sérstakt ár fyrir hann?“

Litli bróðir Ajan, Tejaun, iðaði spenntur. „Af því að hann getur fengið prestdæmið og borið út sakramentið!“

„Það er rétt!“ sagði bróðir Williams. „Það er hins vegar önnur ástæða líka.“

Hann opnaði veski sitt og dró fram lítinn bréfmiða. „Þetta eru musterismeðmæli.“

Hann rétti Ajan þau.

„Flott!“ Ajan renndi fingrum sínum yfir gyllt musterið á spjaldinu. „Hvað gerir þú við það?“

„Ég sýni það þeim sem situr í móttökunni í musterinu. Það sýnir þeim að ég er verðugur þess að fara inn.“

„Mig langar að sjá!“ Dana tók það af Ajan og skoðaði það gaumgæfilega.

„Hvernig myndi þér líða að eiga þín eigin meðmæli?“ spurði bróðir Williams.

„Mér myndi finnast ég sérstakur!“ Ajan leit upp frá spjaldinu. „Ég veit samt ekki hvort ég geti farið í musterið. Það kostar mikið að kaupa flugmiða til að fara þangað.“

„Ég get heldur ekki farið oft í musterið,“ sagði bróðir Williams. „En meðmælin mín minna mig á að vera alltaf tilbúinn að fara þangað inn.“

Ajan hugsaði sig um í stundarkorn. „Mig langar líka að vera tilbúinn,“ sagði hann. „Hvernig get ég fengið meðmæli?“

„Þú hittir biskupinn,“ sagði bróðir Williams. „Hann mun spyrja þig nokkurra spurninga til að sjá hvort þú sért tilbúinn.“

„Þannig að þetta er eins og próf?“ spurði Ajan, örlítið óöruggur.

„Það er meira eins og samtal,“ sagði bróðir Williams. „Biskupinn er vinur þinn og hann vill hjálpa þér til að vera reiðubúinn.“

Ajan kinkaði kolli. Honum líkaði við biskupinn.

„Myndirðu vilja sjá spurningarnar?“ Bróðir Williams rétti Ajan blað með nokkrum spurningum. Dana og Tejaun hópuðust í kringum hann til að sjá líka.

„Númer eitt,“ las Ajan. „‚Trúir þú á og átt vitnisburð um Guð, eilífan föður, son hans, Jesú Krist og heilagan anda?‘“

Það birti yfir honum. Þessi var auðveld. „Já!“

Hann hélt áfram að spyrja spurninganna, einnar í einu. Madda og bróðir Williams útskýrðu hvað sumt þýddi.

Þá las Ajan aðra spurningu: „‚Skilur þú og heldur Vísdómsorðið?“‘ Hann hleypti brúnum. „Einu sinni gaf D´andre mér smá rommpúns þegar ég var heima hjá honum,“ sagði hann. „Mig langar samt aldrei að drekka það aftur. Þýðir það að ég geti ekki fengið musterismeðmæli?

„Að halda Vísdómsorðið þýðir að drekka ekki áfengi og rommpúns er með áfengi,“ sagði bróðir Williams. „Þú getur alltaf iðrast og verið verðugur þess að fara í musterið.“

„Út af Jesú!“ sagði Tejaun.

„Nákvæmlega!“ sagði bróðir Williams þá. „Þá geta musterismeðmælin minnt þig á að halda Vísdómsorðið. Einnig á að vera alltaf reiðubúinn að fara í musterið.“

Ajan brosti breitt. Honum leið miklu betur.

„Kannski fæ ég að fara í musterið bráðum,“ sagði Ajan. „Þegar ég geri það, verð ég tilbúinn!“

Friend, November 2021 Tier 2

Myndskreytingar eftir Shawna J. C. Tenney