Hjálparhendur um allan heim
Hittið Magali frá Úrúgvæ
Hittið Barnafélagsbörn sem hjálpa öðrum, eins og Jesús gerði.
Upplýsingar um Magali
Aldur: 11 ára
Frá: Úrúgvæ
Tungumál: Spænska
Fjölskylda: Pabbi, mamma, einn bróðir, tvær systur og amma.
Markmið og draumar: 1) Fara í trúboð. 2) Starfa hjá UNICEF við að hjálpa börnum um allan heim.
Hjálpandarhendur Magali
Magali aðstoðar foreldra sína á sveitabæ þeirra. Hún safnar hænueggjunum fyrir fjölskylduna til að borða. Hún gefur kálfunum mjólk og kanínunum vatn. Að hjálpa fjölskyldu sinni, hefur kennt henni að þjónusta er afar mikilvæg. Magali segir: „Við ættum alltaf að þjóna þeim sem umhverfis okkur eru.“
Magali þjónar einnig með því að hjálpa ömmu sinni að lesa ritningarnar, sérstaklega Mormónsbók. Hún nýtur þess að fylgja Jesú með því að hjálpa öðrum.
Það sem Magali heldur upp á
Staður: Montevideo-musterið, Úrúgvæ
Saga um Jesú: Þegar Jesús læknaði konuna sem snerti klæði hans.
Barnasöngur: „Þegar ég skírist“ (Barnasöngbókin, 53)
Matur: Allt sem móðir hennar eldar
Litur: Bleikur
Fag í skóla: Stærðfræði