2021
Bjóðum öllum
Nóvember/Desember 2021


Bjóðum öllum

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.

Jarom vildi að öll fjölskylda hans kæmi í skírn sína.

„Með fjölskyldunni minni vil ég vera, já vera eilíf ár. Það sýnt mér hefur Drottinn hár“ (Barnasöngbókin, 98).

Ljósmynd
Maori family sitting outside a small building called a marae

Jarom settist í grasið fyrir framan marae ömmu sinnar. Það var næstum komið að því að fjölskylduveislan hæfist!

Hann horfði upp eftir rauðum útskurðinum á hlið byggingarinnar. „Mamma, hvernig segirðu nafn ömmu á táknmáli?“ spurði hann. Amma Jaroms hafði verið heyrnarskert. Stundum æfðu þau táknmál til að minnast hennar.

„Svona,“ sagði mamma. Hún sýndi táknið hægt með höndum sínum. Jarom gerði líka sama tákn með sínum höndum. Hann naut þess að læra um fjölskyldu sína.

„Mig langar að prófa!“ Frænka Jaroms, Kati, settist við hlið hans. Mamma gerði táknið aftur.

„Getum við sungið lag á táknmáli í skírn minni í næsta mánuði?“ spurði Jarom.

„Auðvitað,“ sagði mamma.

„Hvað er skírn?“ spurði Kati.

Meirihluti fjölskyldu Jaroms voru ekki meðlimir í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. „Skírn er mjög sérstök athöfn í kirkjunni minni,“ sagði Jarom. „Það er þegar þú lofar að fylgja Jesú og hann lofar að hjálpa þér.“

„Meiriháttar,“ sagði Kati.

„Myndi þig langa að koma í skírnina mína?“ spurði Jarom.

„Endilega!“ Kati brosti. Þá snéri Jarom sér að mömmu sinni.

„Getum við boðið hinum frændsystkinum mínum líka? Líka systkinum ykkar pabba?“

Mamma kinkaði kolli. „Ég held að það sé frábær hugmynd.“

Jarom og mamma buðu öllum í fjölskyldunni í skírnina. Systkini foreldranna vissu heldur ekki mikið um skírn. Þau vissu samt að það væri sérstakur dagur fyrir Jarom. „Við komum“! sögðu þau.

Vikurnar liðu. Loks var komið að skírnardegi Jaroms! Þegar Jarom gekk inn í kapelluna brosti hann breitt. Hver stólaröð var þéttsetin af ættingjum hans!

Ljósmynd
family standing with boy dressed in white for baptism

Fyrst flutti pabbi Jaroms ræðu um skírn og gjöf heilags anda. Hann talaði einnig um mikilvægi fjölskyldunnar. „Við samgleðjumst Jarom yfir skírn hans í dag. Við erum einnig ánægð að hafa fjölskyldu okkar með okkur!“ sagði hann. „Hvað er það mikilvægasta í heiminum?“ spurði hann. „Það er fólkið, fólkið, fólkið.“

Allir brostu. Það var maorískur málsháttur sem allir unnu.

Eftir ræðu pabba var komið að Jarom og mömmu. Þau sungu Barnafélagssálm á táknmáli. Það hjálpaði Jarom að finna nærveru ömmu sinnar.

Jarom og pabbi gengu því næst ofan í skírnarfontinn. Jarom leit upp á fjölskyldu sína þar sem hann stóð ofan í vatninu. Frænkur og frændur. Þau voru öll þarna!

Jarom lokaði augunum. Hann fann hlýja, róandi tilfinningu. Það var eins og einhver faðmaði hann að sér. Hann hugsaði til ömmu sinnar. Hann hugsaði til áa sinna. Hann vissi að þau væru líka stolt af honum.

Jarom skipti svo í þurr föt. Því næst faðmaði hann hvern fjölskyldumeðlim að sér. Hann var þakklátur fyrir þau öll. Hann var einnig þakklátur fyrir fjölskyldumeðlimi sína á himnum, sem hann myndi fá að hitta einhvern tíma. Jarom langaði að halda áfram að taka góðar ákvarðanir svo þau yrðu stolt af honum.

Ljósmynd
Friend, November 2021 Tier 2

Myndskreytingar eftir Oksana Grivina

Prenta