Ráðstefnuboðskapur frá spámanninum
Okkar sterka undirstaða
Umsamið úr „Musterið og ykkar andlega undirstaða,“ aðalráðstefna, október 2021.
Salt Lake-musterið var byggt fyrir meira en 100 árum. Brautryðjendurnir byggðu það með tækjabúnaði þeirra tíma. Það er stórkostlegt. Ef við skoðum undirstöðuna vandlega, sjáum við að sumir steinar hafa byrjað að eyðast með tímanum. Einnig er hægt að sjá bil milli steina og nokkra ójafna steina.
Verkfræðingar, arkitektar og byggingasérfræðingar vinna nú að því að styrkja rækilega undirstöðu musterisins. Þegar þeir ljúka verki sínu, mun musterið vera nógu sterkt til að standast jarðskjálfta og storma. Það verður nógu sterkt til að standast tímans tönn.
Við þurfum að byggja undirstöðu lífs okkar á bjargi lausnara okkar, Jesú Kristi. Þegar síðan andlegir jarðskjálftar verða, munið þið geta staðið sterk.
Allt sem kennt er í musterinu, eykur skilning okkar á Jesú Kristi. Þegar andleg undirstaða ykkar er örugglega byggð á Jesú Kristi, þá þurfið þið ekki að óttast. Þið verðið styrkt með krafti hans.